Brusselpeningar og viðkvæmni ESB-sinna

Evrópusambandið setti rúmar 200 milljónir króna í Evrópustofu, sem rekin er á Íslandi til að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB-aðildar. Á fréttasíðu Evrópustofu segir að IPA-styrkirnir, sem hafa verið til umræðu undanfarið, sé ekki háðir ESB-aðild.

Fyrirsögnin á frétt Evrópustofu er Vissir þú að IPA-styrkir eru ekki háðir aðild að ESB?

Hér er enginn fyrirvari:

IPA-aðstoð (e. Instrument for Pre-Accession) miðar að því að veita umsóknarríkjum og mögulegum umsóknarríkjum aðstoð við að uppfylla þau skilyrði sem ríki þurfa að ná til að gerast aðilar að ESB.

Ísland er formlega enn umsóknarríki og sannarlega er það mögulegt umsóknarríki í framtíðinni. Engu að síður hefur Evrópusambandið ákveðið að draga tilbaka IPA-styrkina í framhaldi af þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum. Evrópustofa fer einfaldlega með rangt mál, eins og bent hefur verið á.

Evrópusambandið lítur svo á að aðildarferli Íslands inn í sambandið sé lokið. Þar af leiðir verða ekki veittir IPA-styrkir.

Evrópuvaktin setti málið í skýrt samhengi. ESB-sinnar þola ekki einföldustu staðreyndir í umræðunni og stökkva upp á nef sér, t.d. Stefán Ólafsson.

Kannski stafar viðkvæmni ESB-sinna af því að umræðan um Brusselpeningana varpar ljósi á lítilþægnina í málstaðnum. Ísland myndi borga með sér í tilfelli aðildar en betla í staðinn styrki

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú ótrúlega broslegt hjá Andsinnum. Þeir eru með allt niðrum sig i þessu styrkja máli.

Að sjálfsögu er það rétt að styrkirnir eru ekki háðir Aðild.

Þeir eru hinsvegar háðir Aðildarumsókn.

Í venjulegum tilfellum hjá venjulegu fólki þá ætti þetta ekkert að flækjast fyrir neinum.

Við getum sett þetta upp í einfalda jöfnu til skilningsauka:

Aðildarumsókn og ferli þar að lútandi = Styrkir.

Ekki Aðildarumsókn og ekki feræi þar að lútandi = Ekki styrkir.

Jafnframt er ekkert merkilegt eða duló við þessa styrki. Fastmótað form sem hefur verið við lýði í fjölda ára og á sér sennilega undanfara og þróun eins og annað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki alltaf gamansamur.  Eins og hann segir ERU IPA styrkirnir fastmótað form og Tyrkir eru greinilega að njóta þeirra áratug eftir áratug.  Sem fer svolítið í taugarnar á breskum...

Kominn tími til þess að íslenskir vinni sér inn stig hjá bretunum.  Gæti liðkað fyrir í makrílmálinu.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2013 kl. 19:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enda eru Tyrkir með Aðildarumsókn og ferli þar að lútandi.

Núverandi stjórnvöld hafa opinberlega stöðvað Aðildarviðræður, algjörlega útí bláinn og líklega án valdheimildar.

Að sjálfsögðu kippir ESB þá að sér hendinni. Að sjálfsögðu.

ESB veit vel að fjármunirnir myndu fara um hendur núverandi stjórnvalda og sennilegast gufa þar upp og hugsanlega væri hægt að rekja einhverja slóð í botnlausa spillingahít elítunnar í landinu hérna.

ESB veit þetta auðvitað mjög vel. Veit að Framsjöllum er alls ekki treystandi fyrir meðhöndlun fjármuna sem ótal dæmi sanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2013 kl. 19:16

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, ekki bíta höfuðið af skömminni með því að halda því fram að ESB fari í hugmyndafræðilegan flokkaágreining með IPA styrkina sína.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2013 kl. 19:26

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það þarf ekki. Vegna þess að málið liggur kristaltært fyrir eins og eg hef rakið.

Hinsvegarbætir ekkert saga Framsjalla í meðhöndlun fjármuna. Langt í frá að það bæti úr skák.

Það sem er aðallega brolegt við Andsinna í þessu ákv. máli er, að hér kemur svo vel fram hvernig Andsinnar búa til einhvern einka veruleika. Skálda bara upp einhverja dellu - og það er síðan sannleikurinn. Svo á bara að berja opinberan sannleika inní höfuð vesalings innbyggjara.

Það er alveg stórfurðulegt að vilja vinna svona. Svo óheiðarlegt og óyndislegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2013 kl. 19:33

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, má skilja þig þannig að fjársýslumenn ESB í Brussel séu tómir "Framsjallar"?

Það gæti í sjálfu sér útskýrt af hverju fjárlög ESB hafa ekki fengist samþykkt í tæp 20 ár.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2013 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband