Sunnudagur, 11. ágúst 2013
Foreldraást og vængstýfð börn
Foreldrar óttast að börnunum mistakist í lífsbaráttunni. Þess vegna stýra foreldrar lífi barna sinna í smáatriðum, upp öll skólastig og inn á vinnumarkaðinn. Ofstjórn foreldra á börnum sínum gerir þau ekki endilega hæfa einstaklinga.
Þýska vikuritið Spiegel gerir ofverndandi foreldra að forsíðuefni þessa vikuna og rekur m.a. vandræði kennara við að sinna síkvabbandi foreldrum sem eru með barnið sitt á heilanum allan daginn.
Þótt eflaust örli á sama vandamáli á íslenskum heimildum, og Spiegel greinir á þýskum, er líklegt að íslensk börn séu að jafnaði frjálsari. Kemur ýmislegt til, t.d. að íslensk ungmenni taka snemma þátt í atvinnuklifinu og þar eiga foreldrar ekki auðvelt með að skipta sér af málum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.