Föstudagur, 9. ágúst 2013
Bjögrvin G. og fávitavæðing ESB-umræðunnar
Ísland myndi í fyrirsjáanlegri framtíð greiða með sér í tilfelli ESB-aðildar. Össur utanríkis Samfylkingar viðurkenndi strax árið 2011 að Ísland myndi borga 15 milljarða með sér til ESS - árlega. Ágiskun Össuar og félaga er að við myndum fá tilbaka 12 milljarða. Það þýðir að lágmarki þrír milljaðar í mínus.
Þegar fyrir liggur, og er viðurkennt af aðaltalsmanni ESB-sinna, að Ísland greiðir með sér inn í Evrópusambandið skyldi ætla að ESB-sinnar almennt taki mið af þeirri staðreynd.
Ekki Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra. Hann skrifar um glataða IPA-styrki upp á milljarða, rétt eins og Evrópusambandið sé féþúfa. Björgvin G. skrifar
Óttinn við ofsann í ritstjóranum, kaupfélagsstjóranum og hinum í teboðinu heldur þeim föngnum og vandræðagangurinn eykst einsog glataðir IPA styrkir bera með sér.
Hér ekki um að ræða fábjána úr athugasemdakerfi DV heldur fyrrum ráðherra og þingmann Samfylkingar. Þegar maður með ferlisskrá Björgvins G. afvegaleiðir ESB-umræðuna á jafn yfirgengilegan hátt og hér um ræðir er ekki við því að búast að virkir vinstrimenn í athugasemdakerfum sjáist fyrir.
Jafnframt er morgunljóst að ef við látum fávitana, valkvæða eða ekki, stjórna umræðunni yrði það uppskrift af imbavæðingu samfélagsins.
Athugasemdir
ég las þessa grein björgvins og mér fannst hún bara nokkuð rétt
Rafn Guðmundsson, 9.8.2013 kl. 21:09
Styrkir eru venjulega veittir fátækum og svo aðilum til að þróa hugmyndir sínar til gagns fyrir félög eða samfélög.
Þessir svonefndu IPA styrkir Evrópusambandsins eru eingöngu veittir til að greiða fyrir kostnað vegna aðlögunar að Evrópusambandinu. Þannig að ríki sem ekki ætla að ganga í Evrópusambandið fá auðvita ekki IPA styrki.
Það var fyrir lyga þvætting Össurar Skarphéðinssonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar sem þessir styrkir urðu til hér uppi á Íslandi, en ekki vegna óska landslýðs.
Þess vegna vorkenni ég þeim ekkert sem missa þá núna. Því þeir voru sendir hingað í þeirra vasa en ekki til styrktar sjálfstæði okkar Íslendinga.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2013 kl. 22:34
Björgvin rúinn raunveruleika minnir mann þarna á í skrifum sínum á Balkanstöðu Evrópusambandsins, rétt áður er Bandaríkjamenn gripu þar í taumana. Svo maður komist nú hjá því að minnast á "bunker-mentalitet" í teboðum í neðanjarðarbyrgjum Berlínar forðum daga.
Og nú er Grikklandi lýst sem nýju Kosovo í Evrópusambandinu.
Ef Ísland ætti nýlendur, þá væri Björgvin búsettur þar.
Hver hefur sent þennan mann út að skirfa klór?
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2013 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.