Miðvikudagur, 7. ágúst 2013
Gnarr, níð um Jesú og hommaboðskapur
Besti flokkurinn náði árangri í kosningunum 2010 með blöndu af uppreisnarpólitík, kæruleysislegum umgangi við málefni (,,við lofum að svíkja allt sem við lofum) og fyndni (ísbjörn í Fjölskyldugarðinn).
Í kosningunum næsta vor er Besti flokkurinn valdaflokkur og verður metinn sem slíkur. Uppreisnin mun ekki selja, kæruleysi í umgengi við málefni kemur út sem ábyrgðarleysi og fimm aura brandarar verða þreyttir.
Jón Gnarr fitjaði upp á nýrri pólitískri nálgun með því að hommavæða Jesú. Andúð á þjóðkirkjunni og upphafning samkynhneigðar er blanda sem fellur í kramið hjá baklandi Besta flokksins.
Besti flokkurinn býður fram að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiga reykvíkingar engin mótspil gagnvart ruglinu?
Jón Þórhallsson, 7.8.2013 kl. 12:42
"Lofuðu að svíkja" (nokkuð sem húmor eða húmorsleysi Sjalla nær ekki utan um) En efndu og stóðu sig mun betur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkurn tíma gert. Og það við og eftir hörmungarviðskilnað klíkubandalags sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins með Villa Vill og aðra álíka lampa við hlið.
Málið er nú ekki flóknara en það Páll Vilhjálmsson, kennari og blaðamaður.
Jú Páll, það er ekki seinna vænna að reyna að gera sér mat úr ummælum Jóns um Jesú sem þú velur að kalla níð.
En sennilega besta mál á meðan þú hvílir Baug og ESB.
Spennitreyjan bíður þá á meðan.
hilmar jónsson, 7.8.2013 kl. 13:25
Það lýsir engri andúð á Þjóðkirkjunni að velta upp spurningunni hvort Jesús Kristur hafi verið samkynhneigður, ekki frekar en að spyrja hvort hann hafi verið örvhentur.
Skeggi Skaftason, 7.8.2013 kl. 14:06
Skv. öllu, og þar með fegruðum myndum í markaðsfræðum kirkjunnar, er ekki frá því að Jón hafi rétt fyrir sér...og þori að segja það þrátt fyrir að blind afturhaldsöfl byrji að derra sig í meðvirkninni. -
Hið marg-endurbætta markaðsrit kirkjunnar, svokölluð "Biflía" segir fátt um en eðlilegu gildi - maður/kona - varðandi nefndan mann þegar kemur að blindri dásemd á þeim tilbúna boðbera fræðarinnar.
Már Elíson, 7.8.2013 kl. 14:41
Mér finnst þetta lýsa mikilli hræsni hjá kristnum mönnum.Jésus má ekki vera samkynhneigður,ekki hreyfifatlaður,ekki þroskaheftur,ekki blindur eða heyrnarlaus.Hvernig á hann að vera allra ef hann er svona"fullkominn".Að vísu kemur það fram í ritningunni að hann er með ákveðna kynþáttafordóma gagnvart Kanverskum konum(líkir þeim við hunda) og vill að frávillingum frá trúnni verði sökkt í sæ með akkeri um hálsinn, ef ég man rétt.Hvort maður á að reikna honum þetta mannlega eðli til tekna getur verið hæpið en það sýnir alla vega að maðurinn var ekki fullkominn.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.8.2013 kl. 15:34
Ef persóna eins og Jesús myndi endurfæðast á Íslandi, þá yrði sá kærleiks-boðandi maður krossfestur strax, með nýtísku-krossfestingar-aðferð. (Gervi-siðmenntin leyfir ekki gömlu aðferðina, því hún er of augljóslega guðlast).
Mannorðsmorð/kúgun er nýjasta tíska í aftökum á þeim, sem ekki sætta sig við guðlastar-kaupmennsku trúar-bragðanna.
Þótt ég hafi ekki lesið Biblíuna, þá hafa sumar setningar og dæmisögur úr henni ratað í undirmeðvitund mína.
Jón Gnarr ber enga ábyrgð á guðlasti trúar-bragða-kaupmennsku-kauphallanna.
Jón Gnarr þekkir af eigin reynslu, hvernig dóms og kirkjunnar þjónar svíkja þá sem eru minni máttar og samfélagslega útskúfaðir. Útskúfaðir vegna þess að þeir passa ekki inn í A-4-ramma þeirra sem hafa vogað sér að gerast jarðneskir guðir yfir jafningjum á jörðinni.
Það sem ekki þolir umræðu og rökræður, er greinilega eitthvað sem þolir ekki sannleiks-dagsljósið.
Gangi öllum heiðarlegum og útskúfuðum samfélags-borgurum sem best. Samkynhneigðir eru bara einn hluti af fjölmörgum öðrum hópum, sem ekki búa við sömu mannréttindi og þeir A-4 kerfis-útvöldu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2013 kl. 15:38
Mundi það rétt í þessu að þetta var myllusteinn,ekki Akkeri.Er farinn að ryðga svolítið í fræðunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.8.2013 kl. 15:41
Jósef,en þú sagðir líka ef ég man rétt! Þannig er það með mig,fari ég að blanda mér í trúmál. Þess vegna hika ég við þessa frásögn þína úr ritningunni,að Jesú hafi verið með ,,ákveðna,, kynþáttafordóma gagnvart kanverskum konum,líki þeim við hunda.... Hika vegna þess að það sem ég kann/kunni best úr Biblíunni er úr fjallræðunni,fullum af dæmisögum,þar sem sumt er auðvelt að misskilja,er þetta ekki ein dæmisaga.
Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2013 kl. 16:34
Verður hann Jón og BF ekki bara metinn útfrá verkum sínum? Það er ekkert útá vinnuna að setja. Staðið sig vel þeir BF og Jafnaðarmenn.
Nú, varðandi Jesú og kenninguna um samkynhneigð, þá er sú kenning alveg umhugsunarverð þó erfitt verði í sjálfu sér að finna endanlegan jarðneskann sannleika.
Því eins og maðurinn sagði um árið: Hvað er sannleikur?
Þetta þekkja nú heimsýnarmenn afar vel því þeir eru viðfrægir að endumum fyrir einkennilegt viðhorf gagnvart sannleika og meðhöndlun hans.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2013 kl. 18:09
Hér birtist í athugasemdum ný greining á sögunni um Kanversku konuna. Ég reikna með því að guðfræðingar heimsins muni horfa til þessarar nýju ritskýringar í komandi framtíð - og líklega til eilífaðar.
Guðmundur Brynjólfsson, 7.8.2013 kl. 19:02
Hommavæða Jesú? Hvað ertu í Ku Klux Klan og öfga rugludallur?
Og ég tel það skárra að "hommavæða" Jesú en að nauðga börnum eins og prestum er einum lagið.
Anepo, 7.8.2013 kl. 19:16
Ómar Bjarki. Þegar þú bendir á heimssýns-félaga, þá ertu að benda á mig. Ég er félagi í Heimssýn, og skil ekki nógu vel, þessa sneið þína til mín.
Gætir þú verið svo vænn að rökstyðja og útskýra fyrir mér hvað þú átt við með ummælunum hér að ofan um Heimssýn?
Er það ekki réttlát beiðni af minni hálfu?
Eða er ég bara heimskur og réttindalaus asni, og þar með er málið afgreitt á ó-réttlátan og ó-rökstuddan hátt?
Hvar er vegurinn, sannleikurinn og lífið? Hvað ætlum við að lifa fyrir? Sannleikann eða blekkingarnar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2013 kl. 20:15
Markaðsdagur – Sunnudagsmorgun kl. 10:30
Heyrirðu klukkurnar kalla....?
kolsvartan morguninn inn.
Hóaað er himneskt í alla
því horfinn er markaðurinn.
Bókin er brugðin til beggja
og bölmóður leggst yfir dal.
Þótt hátt sé og vítt nokk til veggja
vesalingar hafa enn val.
Gráguggnir klerkarnir krossa
kórinn er fölur og fár.
Himneskum orðunum hossa
hella’í þig frelsarans tár.
Yfir er þrumað í þykkju
og þunglega borið á borð.
En láttu’ ekki skrautlega skykkju
skammta þér guðann orð.
Markaðsbók mætir sér tíma
maður er áni, en samt sál.
Við guðsorðið ávallt er glíma
og glapyrðin borin á bál.
Sölumenn guðsorði greiða
því götótt er dúkata-skál.
Markaðsmenn leita nú leiða
að laða fram lausnir og prjál.
Karl nokkurn klufu þeir niður
og kona hún kórhempu fær.
Því markaður orðinn, því miður
minni en var hann í gær.
@melis 24-6-2012
Már Elíson, 7.8.2013 kl. 21:58
Ég eru nú ekki með á reiðum höndum hversu margar kenningar um Jesú hafa komið fram frá guð- og sagnfræðingum en grunar að þær séu fleiri en nokkrar. Þá hefur mikið verið spekúlerað um Jesú og kvenréttindi og þá ekki við annað að styðjast en hvernig hann umgékkst þær (samkvæmt Biblínnui) eða talaði til þeirra. Allt getgátur að sjálfsögðu. Athugasemd Jóns er ekkert verri en hver önnur pæling um Jesú kallinn. Við skulum líka að hafa í huga að í dag er árið 2013 og það á að teljast í lagi að gagnrýna kirkjuna og trúarbrögð. Það er ekkert heilagt í þeim efnum og ætti ekki að vera. Heilagleiki er yfirleitt misnotaður.
Pétur Harðarson, 8.8.2013 kl. 00:35
Ég er trúlaus með öllu og hef aldrei haft neitt á móti hommum. Þvert á móti eru margir þeirra prýðismenn. En: Meðal þeirra er kominn upp hópur vandlætara og mannkynsfrelsara, sem ég vil nefna „frekjuhomma“. Yfirgangur þeirra er fyrir löngu kominn út yfir allan þjófabálk. Ríki og borg þora ekki annað en spila með, enda er innrætingin gífurleg. Í sjónvarpinu í kvöld var t.d.viðtal við gamlingja nokkurn, sem kvaðst einkum vera fyrir sadó- masókisma (S/M). Sjónvarpsmanninum fannst þetta hið besta mál, en sá gamli sagði ekki gert nóg fyrir þá, sem einu sinni voru (kurteislega) nefndir „dirty old men“ eða einfaldlega pervertar eða perrar. Nú er meira að segja kvalalosti eða kvala- kynhneigð orðin fín. En hvað með fótakynhneigð, nærbuxna-kynhneigð eða hænsna- kynhneigð (hún er til, ég hef séð myndir). Og hvernig er með barnkynhneigðina? Ráða þeir nokkuð við sig frekar en hommar? Hvers eiga þeir að gjalda?
Vilhjálmur Eyþórsson, 8.8.2013 kl. 23:14
Hér geysast menn fram á ritvöllinn og vitna um margt. En undarlegt má það teljast að ekki tekst viðkomandi að vitna rétt í Ritninguna, enda kemur á daginn að þeir hinir sömu hafa lítt, eða eigi lesið það merka rit. Hvernig er þá unnt að vitna í það sem eigi hefur verið lesið eða lítið eitt ?
Þess vegna þýðir ekki að leiðrétta staðlausu stafina og endemis ruglið sem hefur verið sett fram hér um Jesú og gerðir Hans. Um Hann vitnar Ritningin - það hefur þessum skriffinnum yfirsést, eða alls ekki lesið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2013 kl. 00:29
Þótt ég sé afar illa kristinn, sem fyrr sagði finnst mér ekki úr vegi að vitna aðeins í sjálfan Pál postula um þetta efni: „Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og illsku manna, sem kefja sannleikann með ranglæti. ....Þeir þóttust vera vitrir en urðu heimskingjar. ... Þess vegna hefur Guð látið fýsnir þeirra til saurlífis ná valdi yfir þeim, svo að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. ... Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn framið skömm með karlmönnum." (Rómverjabréfið 1:18,22,24,26 og 27)
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.8.2013 kl. 00:36
Og enn er Hilmar með sínar söguskýringar sem standast álíka vel og loforð VG gerðu á síðasta kjörtímabili - Reyndar fékk hann kveðjur frá Færeyjum í Mogganum í dag þar sem svik hans við þá ágætu vinaþjóð voru rakin og hann hvattur til þess að koma aldrei aftur til Færeyja. Kanski færi Jón Gnarr kveðjur frá Íslandi þegar hann fer í næstu niðurlægingarferð og verður hvattur til þess að koma aldrei aftur til Íslands.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.8.2013 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.