Miðvikudagur, 7. ágúst 2013
Ísland með hlutverk eða ekki
Ef Ísland hefur ekki hlutverk í milliríkjadeilum strandríkja á Norður-Atlantshafi þá er eins gott að pakka saman, draga upp hvíta fánann og gefast upp. Í deilu Færeyinga við Evrópusambandið á Ísland vitanlega að leggja málstað Færeyinga lið af fullum þunga.
Samstaða strandríkjanna Grænlands, Íslands og Færeyja á Norður-Atlantshafi gegn síðnýlenduyfirgangi Evrópusambandsins er lífsnauðsynleg hagsmunum ríkjanna þriggja.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs getur ekki tileinkað sér diplómatíska hlédrægni í deilu Færeyinga við Evrópusambandið. Það er ávísun á áhrifaleysi Íslands á hafsvæðinu í kringum okkur. Og ef við erum ekki gildir þátttakendur í málefnum nærumhverfis okkar þá stöndum við ekki undir nafni sem fullvalda þjóð.
Hálfvelgja sem túlka má sem hugleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt er það íslendingar eru gúngur ef þeir standa ekki með færeyingum í markrílsdeiluni sem eru alltaf reiðubúnir að hjálpa íslendingum þegar á þarf að halda.
En ef mér skylst rétt þá ákvaðu færeyingar að auka markrílveiðikvótan miðað við síðasta ár, en íslendingar með SJS í fararbroddi ákvað að minka veiðikvótan miðað við síðasta ár?
Kanski að færeyingar hefðu átt að gera sama og íslendingar eða vera með sama markrílveiðikvóta og á síðasta ári?
En sennilega hefði ESB samt sem áður farið í kúgunaraðgerðir gegn Færeyjum hvað sem færeyingar hefðu gert nema þeir hættu öllum markrílveiðum?
Kveðja af Nesinu.
Jóhann Kristinsson, 7.8.2013 kl. 09:19
Það er rétt Páll, það þarf að gera meira en að segja að eitthvað sé "óþolandi". Þessi linkulegu viðbrögð vekja grunsemdir um að einhverjir í stjórninni séu enn að gæla við ESB aðild.
Ragnhildur Kolka, 7.8.2013 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.