Þriðjudagur, 6. ágúst 2013
Napoleón og konungur Íslands
Napoleón Bonaparte komst til valda í frönsku byltingunni og lagði undir sig meginhluta Evrópu. Margt af því sem Bretar hatast við í Evrópu varð til með Nalla; metrakerfið og lögbókin kennd við keisarann eru verkfæri til samræmingar álfunnar.
Frakkar undir Napoleón sigruðu aldrei Breta en þeir gersigruðu Þjóðverja, sem þá eins og löngum fyrrum voru sundraðir í mörg smáríki. Þjóðverjar bera lotningu fyrir Napoleón enda kenndi hann þeim gildi þjóðríkisins. Der Spiegel er með keisarann, sem bráðum er búinn að liggja í gröf sinn í 200 ár, á forsíðu þessa vikuna og þakkar Nalla upphaf nútímastjórnmála.
Napoleón reif í sundur gamla valdakerfi Evrópu og alla 19. öldina var álfan að meðtaka boðskap frönsku byltingarinnar með tilheyrandi pólitískum jarðhræringum.
Íslendingar kynntust frönsku byltingunni þegar Jörundur, sem fékk nafnið hundadagakonungur, framdi valdarán árið 1809 með því að setja danska yfirvaldið í stofufangelsi. Útblásinn af frelsisanda frönsku byltingarinnar gaf Jörundur út próklamasjón. Fyrsta greinin var svohljóðandi:
Allur danskur myndugleiki er upphafinn á Íslandi
Íslendingar létu sér fátt um finnast, sátu af sér Jörund sem var konungur landsins í fáeinar vikur sumarið 1809. Konungsvaldið skipti landann ekki máli, hvort heldur það væri í túnfætinum eða í kóngsins Köben. Nútímastjórnmál vöknuðu ekki á Íslandi fyrr en hálfri öld síðar.
Athugasemdir
Man ekki eftir áhuga mínum á að vita meira um þennan valdaræningja,eiginlega hlægilegur svona einskonar trúður. En grimmur var greyið ekki sbr.í 5). grein ,,ef barnið veit ekki að það hafði drýgt yfirsjón,, þá skal sá sem sendi barnið hljóta refsinguna. 10). íslendingar fá að sanna ,,,,,og fá vissu um frið og fullsælu,er Íslendingar munu varla hafa þekkt á hinum seinni árum!! Sigmundur!! Bjarni !! Koma svo!!!
Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2013 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.