Þriðjudagur, 6. ágúst 2013
Stefán Ólafsson gleymir frádrættinum - er svonefnda hrunið réttnefni?
Stefán Ólafsson birtir gögn sem sýna kostnað Íslands af hruninu í samanburði við aðrar þjóðir. Á hinn bóginn sleppir Stefán að draga frá kostnaði við hrunið þá fjárhæð sem íslensk stjórnvöld ætla sér í afslátt þegar bú föllnu bankanna verða endanlega gerð upp.
Stefán er vel meðvitaður að þessi afsláttur muni hlaupa á hundruðum milljarða króna. Orðrétt segir Stefán í lok pistilsins
Það er því mikið í húfi að skuldalækkunin til heimilanna sem Framsóknarflokkurinn boðaði nái fram að ganga sem fyrst. Einnig væri gott ef afskriftir krónueigna erlendra kröfuhafa dygðu að auki til að lækka opinberar skuldir um nokkur hundruð milljarða króna.
Þegar Stefán leiðréttir sjálfan sig, og dregur ,,nokkur hundruð milljarða króna" frá kostnaði Íslands af hruninu, er þá ekki full tilefni til að tala um ,,svonefnt hrun" eins og ritstjóri Morgunblaðsins gerði?
Athugasemdir
endilega .... og spyrja svo hvaða höft? á meðan þið svífið á rósrauða skýinu í átt til sumarhússins.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.8.2013 kl. 18:08
Það eru höftin á stórverslun með gjaldeyri, Jenný, sem eru forsenda milljarðanna sem Stefán gefur sér að séu til ráðstöfunar. Hvað er annars að frétta af evru-höftunum á Kýpur?
Páll Vilhjálmsson, 6.8.2013 kl. 18:16
leiðrétting .... Stefán gefur sér enga milljarða, það gerði SDG sem síðast sást til vinkandi fólki í Gimli.
Forráðamaður Skemu og annarra fyrirtækja á leið úr landi eru líklega bara "farið hefur fé betra" Íslendingar?
http://www.ruv.is/frett/nyskopunarfyrirtaeki-flytjast-ur-landi
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.8.2013 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.