Föstudagur, 2. ágúst 2013
Forseti Íslands og Færeyja
RÚV, sem ekki lýgur nema þegar ESB á í hlut, segir í fréttum frá frændum okkar Færeyingum að þeir íhugi að segja upp ríkjasambandinu við Danmörku vegna aðildar Dana að Evrópusambandinu og þar með þvingunaraðgerðum ESB gagnvart Færeyjum.
Ríkjasamband Dana og Færeyinga byggist á sameiginlegum þjóðhöfðingja.
Íslendingar eiga að gera Færeyingum tilboð; losið ykkur við dönsku drottninguna og fáið í staðinn forseta Íslands.
Norðmenn byggðu Ísland fyrir meira en árþúsundi en þeir sjóveiku urðu eftir í Færeyjum. Notum tækifærið núna og sameinumst um tvö fullvalda ríki með einn þjóðhöfðingja: forseta Íslands og Færeyja.
Athugasemdir
Er nokkuð að marka þessa frétt RUV að þínum dómi fyrst RUV lýgur alltaf um fréttir, sem tengjast ESB, eins og þú segir?
Ómar Ragnarsson, 2.8.2013 kl. 22:03
Þetta er föstudagsfærsla, Ómar, skrifuð mátulega hátíðlega. Góða helgi til þín.
Páll Vilhjálmsson, 3.8.2013 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.