Hvorki botnfrosið í fiski né ferðaþjónustu

Stórfelld aukning greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna milli ára, um tæpan fimmtung, bendir ekki til annars en að ferðaþjónustan sé í fínum málum. Vænar arðgreiðslur Vinnslustöðvarinnar til hluthafa sinna segja sögu góðæris um útgerðina.

Ríkisstjórnin þarf að láta góðæri til sjávar og sveita ríma við frásögnina sem hún ætlar að selja þjóðinni í vetur, þegar gengið verður til kjarasamninga.

Það er að segja, ef ríkisstjórnin kemur sér saman um eina frásögn af efnahagslífinu.


mbl.is Eyddu 9,8 milljörðum í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta verður allt saman að ríma Páll.Athugaðu að vel flestar kauphækkanir sem samið hefur verið um undanfarin ár hafa farið beint út í verðlagið.Þetta er vandinn sem við er að eiga.Mér finnst að menn ættu að hafa vit á að fara nýjar leiðir í þessu t.d. nota skattkerfið.Aðalmálið hlýtur að vera að kaupmátturinn aukist.Ef farin verður leið verkalýðsforingjanna leiðir það aðeins til þess að þessi uppgangur í atvinnulífinu sem þú telur upp í upphafi verður fyrir bí.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband