Þingmenn verða að hafa þessa hluti í lagi

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður verður ekki gagnrýnd fyrir að fara 110% leiðina. Á hinn bóginn er ótækt að þingmaður viti ekki hvað snýr upp og hvað niður í fjármálum sínum. Þessi orð Elsu Láru eru sérstaklega grunsamleg:

Ég er búin að hafa samband við bankann og þar á bæ segjast þeir hafa haft samband við mig í maí og boðið mér að klára vanskilin. Þau töluðu hins vegar ekki við mig og ekki manninn minn heldur. Það er alveg á hreinu.

Elsa Lára er hætt að lesa gluggapóstinn sinn enda allt í kaldakoli í fjármálum þingmannsins.

Það er ekki boðlegt að Elsa Lára setji almenningi lög.


mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ég var einmitt að hugsa "snilld, hérna er þingmaður sem er í svipaðri stöðu og margt venjulegt fólk".  Mín upplifun er að flestir þingmenn eru í engum tengslum við raunveruleikan enda með veruleikafirrt laun. Taktu líka eftir að hún sagði "talaði við", ekki að hafa misst af einhverjum gluggapósti sem getur nú gerst fyrir hvern sem er. Mér finnst algjört lágmark þegar kemur að svona stórum atriðum að glugga póstur sé ekki látinn duga og það sé haft raunverulegt samband við fólk áður en farið er lengra.

Mofi, 29.7.2013 kl. 16:50

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er lágmark, Mofi, að þingmenn séu með fjármál sín á hreinu. Nú veit ég ekki hvernig bankar gera viðvart þegar þeir gjaldfella lán. Mér finnst ólíklegt að það sé með símtölum.

En hvernig sem það annars er þá ætti manneskja, þingmaður eða ekki, sem farið hefur í gegnum 110% leiðina, að vera sæmilega meðvituð um sín fjármál. Mér sýnist viðkomandi þingmaður ekkert hafa lært.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2013 kl. 16:58

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Óskar Helgi, ég er sammála að við eigum að gagnrýna græðgisvædda bankamenn, en við skulum samt ekki hvetja til aðferða handan laga og siðaðra manna reglna.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2013 kl. 17:00

4 identicon

Sælir á ný; Páll og Mofi (Halldór) !

Jú; Páll. Við; erum hinir siðuðu, ágæti drengur - Banka Mafían, eru hinir ÓSIÐUÐU, vitaskuld.

Var ekki; verið að leggja 5 Banka í rústir, suður í Brazilíu á dögunum, með ágætum einum ? Hið sama, þyrfti að gerast hérna, piltar.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 17:05

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það má vera að gluggapóstur sé fullgildir birtingarmáti váglegra frétta, en er það ekki einmitt gjarni málsins að það ætti að koma meira til, ábyrgðarpóstur, tölvupóstur þar sem þarf að kvitta fyrir lestri, eða/og símtal frá þjónustufulltrúi..? Er þetta ekki einmitt hluti vandans hvernig samskipti bankana við sína umbjóðendur eru, starfsmenn sjá bara tölur á blaði en ekki manneskjur...

 Sé ekkert athugavert við það að venjulegt fólk sem glímir við sömu vandamál og við hin sinni þingmennsku, eykur innsýn þeirra í tilveru hins venjulega Íslendings og er í raun bráðnauðsynlegt.... 

Eiður Ragnarsson, 29.7.2013 kl. 17:42

6 Smámynd: Snorri Hansson

Páll, ég er mjög oft sammála þér en nú sé ég ekki betur en að þú sért að sparka í liggjandi fólk.

Snorri Hansson, 29.7.2013 kl. 17:46

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Snorri, hér er um að ræða fulltrúa almennings á alþingi. Ef ekki er hægt að gera kröfur til þeirra um að einkafjármálin séu í lagi þá er ekki hægt að gera slíkar kröfur til almennings. Og við endum í tómu rugli.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2013 kl. 18:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ósmekklegt blogg. "...allt í kaldakoli í fjármálum þingmannsins."

Þetta er veruleiki sem blasir við fjölda fólks. Þingmaðurinn er hluti af fólkinu í landinu og er einmitt rétti aðilinn til að berjast fyrir hönd þess á Alþingi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2013 kl. 19:25

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála síðasta ræðumanni að þetta sé ósmekklegt.Það kom fram hjá henni að maðurinn hafi misst vinnuna og ekkert óeðlilegt að vanskil fylgi í kjölfarið.Þetta er veruleiki hjá fjölda fólks og og að tala um að þingmenn eigi að hafa svona hluti í lagi er það sama og segja að þessi hópur eigi ekki að hafa sína fulltrúa á þingi.Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar Páll og þú gætir allt eins misst vinnuna og þá ertu"með allt niður um þig"Mundu það.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2013 kl. 19:54

10 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Páll þar sem ég veit að þú átt ekki erfitt með að setja þig í spor fóks sem missir vinnuna. Eða lendir í öðru óláni.

Þá hlítur að vera satt sem sagt er, að þú vinnir við vera á netinu og boða málstaðinn. Kanski getur þú reddað manninum vinnu í gegnum vini þína.

Matthildur Jóhannsdóttir, 30.7.2013 kl. 00:13

11 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Gunnar Th og Jósef Smári hvenær hefur blogg Páls Vilhjálms verið smekklegt.

Óli Már Guðmundsson, 30.7.2013 kl. 00:18

12 Smámynd: Sandy

Mér finnst ekkert athugavert við að þingmaður standi í sömu sporum og fólkið í landinu,en ég hjó eftir því að hún gerir ekki ráð fyrir að vera lengi í þeirri stöðu þar sem hún komst á þing,segir það okkur ekki nokkra sögu,þ.e. að bankarnir greiða götu þingmanna og þar með búnir að eyðileggja þann möguleika að þingmenn vinni fyrir fólkið í landinu, því hver gengur í skrokk á matmóður sinni? Einnig talar hún um að það sem drepi okkur ekki styrki okkur, þetta má túlka sem svo að svo lengi sem fólkið í landinu geti skrimt þá þurfi varla að hafa einhverjar áhyggjur.EKKI GOTT MÁL.

Sandy, 30.7.2013 kl. 07:33

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eiga þingmenn ekki að vera þverskurður þjóðarinnar Páll? Er þá eitthvð óeðlilegt að einn eða fleiri þeirra séu í sömu sporum stór hluti hennar?

Ert þú kannski hlyntur því að hér verði tekið upp kerfi sem útilokar allt fólk sem skuldar, frá þáttöku í pólitík? Þetta blogg þitt er alger andhverfa við önnur skrif þín hér á blogginu og setur virkilega spurningarmerki hver tilgangur þinna skrifa nú er. Hef verið dyggur lesandi þíns bloggs, en veit ekki alveg hvar þú ert þessa stundina.

Hvort tillaga Óskar vinar míns hér fyrir ofan, um að hýða og brennimerkja beri bankastjórana er rétt, skal ósagt látið. Hitt má auðveldlega samþykkja að þessir menn eru langt frá því að sýna einhverja samúð með lántakendum og því spurning hversu mikla þeir sjálfir eiga skilið.

Gunnar Heiðarsson, 30.7.2013 kl. 07:47

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tvö atriði, sem ég vil hnykkja á.

Í fyrsta lagi gangrýndi ég ekki þingmanninn fyrir að fara 110 prósent leiðina. Hrunið 2008 var slíkt að ekki er hægt að gagnrýna neinn fyrir að lenda í kröggum. (Jú, annars, þá sem byggðu sér 500 m2 hús og tóku lán til að fjármagna neyslu. En ég gef mér að þingmaðurinn sé ekki í þeim hópi.)

Í öðru lagi þá kaupi ég einfaldlega ekki skýringar þingmannsins að lán hafi verið gjaldfellt án þess að talað hafi verið við þingmanninn.  Þeir sem fara í gegnum 110 prósent leiðina undirgangast skilyrði sem þeir verða að halda. Og gegn þeim skilyrðum braut þingmaðurinn. Þess vegna var lánið gjaldfellt.

ps. Það er rétt hjá Matthildi hér að ofan að ég þekki það að vera atvinnulaus. Ég borgaði skuldir mínar samt sem áður þann tíma sem ég var án atvinnu. En það er rangt hjá henni að ég starfi við bloggskrif og eigi vini sem útvegi vinnu. Ég er kennari að starfi.

Páll Vilhjálmsson, 30.7.2013 kl. 09:39

15 Smámynd: Mofi

Þannig að aðal ástæðan fyrir þessum skrifum þínum er að þú heldur að þingmaðurinn sé að ljúga?  Ég get svo sem skilið að efast um að þingmenn segja alltaf satt frá en mér finnst samt þú vera frekar fljótur á þér í þessu tilviki.

Mofi, 30.7.2013 kl. 10:20

16 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mofi, ef maður gerir samning þá á maður að standa við samninginn. Pétur og Páll út í bæ geta kannski leyft sér að svíkja gerða samninga, krossa fingur og vonast til að komast upp með það. Öðru máli gegnir um þingmenn. Þeir fara með  löggjafavaldið og skýlaus krafa er að þeir sýni rétt fordæmi. Það má einnig gera þá kröfu til þingmanna að þeir séu með fjármál sín í sæmilegu lagi.

Páll Vilhjálmsson, 30.7.2013 kl. 10:58

17 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég fékk skilaboð frá umsjónaraðilum blog.is þar sem vakin var athygli á eftirfarandi notkunarskilmálum

 „Notanda er óheimilt að miðla eða dreifa efni sem felur í sér áreiti, hótanir eða telst vera ærumeiðandi, óviðurkvæmilegt, klámfengið eða kann að vera til þess fallið að brjóta í bága við lög og reglur.“

Í framhaldi tók ég út eina athugaemd við þessa bloggfærslu. 

Páll Vilhjálmsson, 30.7.2013 kl. 12:00

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þær voru sem sagt tvær athugasemdirnar sem voru teknar út.

Páll Vilhjálmsson, 30.7.2013 kl. 12:05

19 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Gunnar fornvinur minn; Heiðarsson !

Af fjarlægð minnar fyrstu athugasemdar minnar; hér að ofan, má sjá, sem Páll síðuhafi er nyddur til, af þeim Hádegis móa mönnum, að ekkert var - né er, ofgsagt, í ályktunum mínum, um hina sér- íslenzku Banka Mafíu, og hefir Páli ekki verið ljúft, þekki ég hann rétt, að þurfa að sæta þeirri frekju, sem ákveðin Myrkra öfl á Íslandi sýna, með því að ryðja minni athugasemd fyrri, á brott, með þeim hætti, sem þó varð.

Zimbabwe - Kongó lýðveldið og Búrma; eru á hærra siðferðis- og menningarstigi, en Ísland okkar samtíma, og segir það okkur talsvert, um raunverulega stöðu mála hér, gott fólk.

Alls ekki; síðri kveðjur - en þeim öðrum, og fyrri, þrátt fyrir gönuhlaup Rauðvetninganna (Mbl. manna),aldeilis /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 12:22

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Berist á heimili af stefnanda". Eitthvað á þessa leið er útáráskriftin á umslaginu frá lögfræðingum! Þessi rukkunar-bréf voru ekki send í ábyrgðarpósti, til afgreiðslu viðkomandi móttakanda með undirskrift!

Hvað eru margir á Íslandi, sem kannast við kvíðann og magahnútinn sem fylgir svona bréfberum ræningjanna, frá síðustu fjórum árum? Það er bankað settlega á útidyrahurðina, og ef enginn þorir til dyra, vegna biturrar reynslu, þá er "góðu" fréttunum frá samviskusama bréfberanum stungið inn um bréfalúguna.

Skilaboðin í svona bréfum eru: ,,borgaðu strax, semdu um að borga það sem þú ræður ekki við að borga, eða þér verður hent út á götu án dóms og lagalegs réttætis".

Þeir sem kannast við álagið af svona póstburðarfólki óréttlætis á Íslandi eru margir. Sumir sem hafa lifað það af, munu aldrei ná aftur andlegri heilsu, né eiga sér viðreisnar von í samfélaginu á Íslandi.

Verðugt umhugsunarefni fyrir þá sem ekki þekkja tilfinninguna, og afleiðingarnar!

Sem betur fer er alltaf pláss í himnaríki, fyrir þá sem "sannkristin" bankaræningja-samfélög útskúfa!

Þetta er lyginni líkast, en er samt sannleikurinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2013 kl. 18:48

21 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óli Már.Ég hef nú ekki orðið mikið var við ósmekkvísi á þessu Bloggi.Reyndar er Páll nokkuð ofarlega á mínum lista sem nota rökin og málefnin í stað bullsins og ærumeiðingar í Blogginu.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2013 kl. 19:46

22 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Ég kaus framsóknarflokkurinn og skammast mín ekkert fyrir það. Ég hef trú á því Elsa Lára Arnardóttir eigi eftir að gera það gott á alþingi. Ég hefði ekki kosið framsóknarflokkurinn ef Elsa Lára hefði ekki verið þar á lista... Ég held að réttast væri nú að byrja á þeim sem eru búnir að vera á alþingi 20 ár eða 30 ár.

Ég er nú með háar tekjur og er að borga af lánum en hjá mér nánast aldrei króna í afgang þegar búið er að borga af öllu draslinu. Og ég spyr nú bara hvað hafa Milljónamæringar að gera á Alþingi???

Af hverju er fullt af fólki hér á landi sem hefur ekki efni á því að skaffa sér húsaskjól og hvað þá að kaupa sér mat???

Held að þið ætuð að vera þakklátir fyrir það hvað þið hafið það gott, og hætta að drulla yfir aðra

kv... frá Patró.

Ingimar Eggertsson, 30.7.2013 kl. 23:49

23 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr!

Um leið; og ég vil þakka fornri vinkonu, Önnu Sigríði Guðmundsdóttur og fleirrum, fyrir gagnlegar og skýrar frásagnir, vil ég fordæma þennan Vestfirzka undanvilling, Ingimar þennan Eggertsson harðlega, fyrir stráksskap hans, og bleyðu hátt.

Ingimar; hafi hann fullt ráð - sem rænu, ætti að vera kunnugur glæpaferli flokks fjanda þess, sem Elsa Lára, vafalaust hrekklaus kona að upplagi, hefir unnið gegn landsmönnum - og; eru þá : A - D - S og V listar ekki undanskildir, einnig.

Ingimar !

Endilega; upplýstu okkur um, hvar Samvinnutrygginga féð, er niður komið, sem þau : Þórólfur Gíslason og Valgerður Sverrisdóttir munu mæta vel, geta upplýst þig um - og; þú komið upplýsingum áfram, til okkar, fjenda flokks fjanda þíns, og annarra landsmanna !!!

Hinar sömu kveðjur og áður; - blendnar mjög, til Ingimars Eggertssonar, um sinn, að minnsta kosti /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 00:17

24 Smámynd: Mofi

Páll, alveg sammála að menn verða að standa við samninga en það var ekki það sem ég var að falast eftir. Ég var að spyrja hvort þú hefðir ekki verið frekar fljótur á þér að saka Elsu um lygar.

Mofi, 31.7.2013 kl. 07:33

25 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Óskar Helgi Helgason pissaðu ekki á þig undanvillingur. Þú ert greinilega ekkert annað en skítseiði af verstu sort og þér verður ekki svarað hér eftir...

Ingimar Eggertsson, 31.7.2013 kl. 12:15

26 identicon

Komið þið sæl; enn !

Ingimar Patreksfjarðar ræfill Eggertsson !

Endilega; veltu þér áfram, upp úr Grút ''Framsóknarflokks'' hörmungarinnar - og landskunns þjófabælisins, þar innan veggja !!!

Með beztu kveðjum; til ALLRA annarra, en ræksnisins Ingimars Eggertssonar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband