Mánudagur, 29. júlí 2013
Gjaldmiðlastríð
Japan stundar sérstaka efnahagsstefnu kennd við sitjandi forsætisráðherra, Shinzo Abe, og heitir abenomics hjá enskumælandi. Efnahagsstefnan er þriggja þátta þar sem gengislækkun jensins og peningaeyðsla ríkisins á að keyra upp hagvöxt og þriðji þátturinn, kerfisbreytingar, eiga að tryggja varanlegan vöxt.
Lækkun japanska jensins er staðreynd, hefur lækkað um fimmtung gagnvart bandaríkjadal á fáum mánuðum. Útflutningsgreinar Japana taka við sér í kjölfarið, m.a. á kostnað kínverskra framleiðenda. Í Kína er reynir að svara með því að pumpa peningum í hagkerfið en á erfitt með að lækka gjaldmiðilinn sinn er þegar lágt skráður.
Aðrar þjóðir eru að taka við sér. Í breskum blöðum birtast greinar sem segja gengisfellinu pundsins forsendu fyrir því að framleiðslugreinarnar nái sér á strik.
Gjaldmiðlastríðið mun standa yfir næstu misseri og ár á meðan alþjóðahagkerfið leitar að nýju jafnvægi.
Nikkei lækkar um 3,32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gjaldmiðlastríðið sem í gangi er leiðir til ákveðins jafnvægis - allir verða verr settir.
Flowell (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.