Árlegt RÚV-þing á 5 ára fresti

RÚV skal árlega halda útvarpsþing þar sem almenningur á kost á aðkomu að dagskrárstefnu RÚV. Kveðið er á um útvarpsþingið í þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið frá 2011.

Skemmst er frá að segja að ekkert útvarpsþing hefur verið haldið. Óli Björn Kárason á t24 fjallar um þessa undarlegu frammistöðu RÚV, sem virðist skilja orðið ,,árlega" þannig að það merki einu sinni á fimm ára fresti.

Áður hefur verið vakin athygli á því að RÚV þýðir ensku á sérkennilegan hátt. Þegar RÚV er farið að skilja móðurmálið upp á sína vísu er orðin áleitin spurning hvort ekki sé tímabært að endurskoða frá grunni þessa stofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarf að flækja málin svona mikið?

Væri ekki hægt að hengja einhversstaðar upp lista sem alir gætu ritað á?

Hvað vil fólk sjá meira af og hvað mætti missa sín?

Þeir hjá moggablogginu mættu sameina útvarps og sjónvapsbloggið undir nýju bloggi= Fjölmiðlar

Þar gæti fólk komið með ábendingar og kvartanir.

=Að virkja mann-auðinn án kostnaðar.

Jón Þórhallsson, 29.7.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband