Sunnudagur, 28. júlí 2013
Frelsi án yfirvalds er mótsögn
Egyptar vilja frelsi en ekkert yfirvald, hvorki herinn né Morsi og múslímska brćđralagiđ. Stuđningsmađur Morsi segist vilja deyja fyrir frelsiđ undan herstjórninni og ţeir eru margir samlandar hans sem tilbúnir eru ađ gefa lífiđ til ađ losna undan múslímska brćđralaginu.
Talsmađur Morsi spyr um baráttuna fyrir frelsi í Evrópu. Stutta svariđ er ađ án yfirvalds er ekkert frelsi. Thomas Hobbes útskýrđi ţađ fyrir hálfu árţúsundi ađ án yfirvalds vćru
no arts, no letters, no society, and, which is worst of all, continual fear and danger of violent death, and the life of man solitary, poor, nasty, brutish, and short.
(Ef ađ talsmađurinn skilur ekki ensku: engar listir, engin bókmenning, ekkert samfélag, og ţađ sem er verst af öllu, stöđugur ótti og hćtta á ofbeldisfullum dauđdaga á lífi sem er einmanna, fátćkt, svínslegt, grimmt og stutt).
Hobbes talađi fyrir einveldi konungs er sći til ţess ađ mađurinn gćti búiđ í samfélagi án ţess ađ vera stöđugt á varđbergi gagnvart öđrum mönnum er sóttust eftir lífi hans og eigum. Konunglegt einveldi féll úr móđ međ höfđi Lúđvíks sextánda 21. janúar 1793.
Eftir frönsku byltinguna voru gerđar tilraunir í Evrópu međ ýmist yfirvald, bćđi kommúnískt og borgaralegt.
Í grófum dráttum má segja ađ stjórnsýslureynsla Evrópu sé ađ ţjóđlegt borgaralegt yfirvald kosiđ í lýđrćđislegum kosningum gefi skástu útkomuna.
En einhver ţarf í öllum bćnum ađ segja Egyptum ađ tómt mál sé ađ tala um frelsi án yfirvalds.
![]() |
Verđum ađ borga fyrir frelsiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Hobbes var fasisti. Í fyllstu merkingu ţess orđs. Auđvitađ trúđi hann ekki á frelsi.
Ţađ er ţó eitt sem er fengiđ međ algjöru einveldi: einvaldurinn hefur ekkert getu til ađ míkrómanagera fólkinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.7.2013 kl. 19:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.