2,3 m.kr. á mánuði - hvers virði er forstjóri?

Kjarasamningar í vetur taka mið af þeirri staðreynd að meðallaun 200 hæstlaunuðu forstjóra landsins er 2,3 milljónir króna á mánuði, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Vaknar þá spurningin hvers virði forstjóri er í samanburði við aðra launþega.

Meðallaun á síðasta ári voru rétt liðlega 400 þús. kr á mánuði. Forstjóri er samkvæmt þessu sex sinnum meira virði en Meðal-Jóninn.

Það stenst hvorki heilbrigða skynsemi né reynslurök að forstjóri sé sex sinnum meira virði en meðallaunþeginn. Forstjórar sýna ekki fram á sex sinnum meira vinnuframlag en Meðal-Jón og því síður sex sinnum meiri getu.

Nærfellt allt atvinnulífið á Íslandi var á framfæri ríkisins eftir hrun. Forstjórastéttin sýndi sig vera algjörir lúðar sem kunnu ekki að reka fyrirtæki án þess að setja það á hausinn.

Almennir launþegar sætta sig ekki við forstjóradekur sem lýsir sér í sex sinnum meiri launum handa fáum útvöldum sem hvorki kunna né geta sex sinnum meira en Meðal-Jóninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband