Laugardagur, 27. júlí 2013
Kjararáð, Landsbankagjöfin og landsstjórnin
Ríkisstjórn hvers tíma getur ekki stjórnað pólitískri atburðarás nema að takmörkuðu leyti. Á hinn bóginn getur ríkisstjórn brugðist rétt eða rangt við atburðum og þannig styrkt stöðu sína eða veikt, eftir atvikum.
Ákvörðun kjararáðs að umbuna tekjuhæstu hópum samfélagins með myndarlegum kauphækkunum, er fordæmisgefandi, líkt og Þorsteinn Pálsson vekur athygli á í pistli í Fréttablaðinu. Þorsteinn ráðleggur ríkisstjórninni að grípa inn í atburðarásina og afnema þessar kauphækkanir. Að öðrum kosti er komið fordæmi fyrir almennum kauphækkunum.
Styrmir Gunnarsson tekur undir með Þorsteini. Þeir félagar mættu bæta Landsbankagjöfinni við verkefni sem ríkisstjórnin þarf að bregðast við.
Úrskurður kjararáðs og Landsbankgjöfin eru viðmið sem launafólk hefur í huga þegar gengið verður til almennra kjarasamninga næsta vetur. Það er í hendi ríkisstjórnarinnar hvort þetta viðmið verður látið standa eða ekki.
Athugasemdir
Er þetta ekki bara spurning um að leggja þetta kjara-ráð niður
og að allir stjórnmálaflokkar taki það fram í sínum kosningaloforðum fyrir hverjar kosningar; hvað þeir hyggist hækka laun æðstu manna mikið?
Jón Þórhallsson, 27.7.2013 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.