Hagsmunir hverra ráða för, Hanna Birna?

Hann Birna innanríkisráðherra þarf að útskýra hvaða hagmuni hún hafði í huga þegar hún afnam nokkurra mánaða reglugerð sem takmarkar kaup útlendinga á fasteignum jörðum hér á landi.

Þau rök að reglugerðin hafi verið á ,,gráu svæði" eru óboðleg. Fjöldin allur af lögum og reglugerðum er umdeildur og í þeim skilningi á gráu svæði.

Umræðan um fyrirhuguð landakaup kínverska auðmannsins Nubo sýndi ótvírætt að þjóðarvilji er fyrir takmörkunum á fasteigna- og landakaupum útlendinga.

Innanríkisráðherra þarf að útskýra hvaða hagsmunir réðu ferðinni þegar reglugerðin var afnumin.


mbl.is Nær allar umsóknir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi ákvörðun er ekkert skárri en hið "ískalda mat" formanns hennar í Icesavemálinu á sínum tíma.

Eru þessir stjórnmálaforingjar XD komnir af læmingjum?

Kolbrún Hilmars, 26.7.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Elle_

Hví setti nokkur traust sitt í ótrúverðuga Jóhönnu no. 2?  Var við nokkru öðru að búast en glænýju köldu mati frá manneskju sem var alltaf eins óskýr og þoka?

Elle_, 27.7.2013 kl. 00:38

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er ekki hlintur  sölu lands til erlendra manna en ég bara skil ekki þessa Núpo fóbíu.

Snorri Hansson, 27.7.2013 kl. 03:52

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sala lands til erlendra manna ætti ekki að líðast.  Hvort sem hann heitir Nubo eða eitthvað annað.

Viljum við innbyggjar reisa okkur íbúðarhús, þá býðst okkur ekki slíkt nema á leigulóð sveitarfélags okkar.

Kolbrún Hilmars, 27.7.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband