Ríkisábyrgð á heimilisrekstri, nei takk

Samfylkingarfólk las það úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins að öll heimili landsins ættu að fara á ríkisjötuna og fá 20 prósent niðurfellingu skulda. Forysta Samfylkingar var að leita að ástæðu fyrir því að tapa kosningum.

Ósigur andspænis meintu 20 prósent loforði Framsóknarflokksins fannst forystu Samfylkingar heppilegra en að skrifa tapið á feril vinstristjórnarinnar.

Almenn niðurfelling á skuldum heimilanna jafngildir ríkisábyrgð rekstri þeirra. Og það er einfaldlega bilun að íhuga slíkt fordæmi.


mbl.is Skuldalækkun skilar verri horfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - 'lofaði' framsókn ekki að leiðrétta verðbólguskotið? - er það kannski bara misskilningur hjá mér?

Rafn Guðmundsson, 26.7.2013 kl. 13:46

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

reyndar var 'loforðið' bara til þeirra sem voru/eru með íbúðarlán - þarf auðvitað að koma fram

Rafn Guðmundsson, 26.7.2013 kl. 13:49

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli það hafi ekki frekar verið að það verði farið með verðtrygginguna til ársins 2008, engin peningur fer frá Ríkinu og hrægammar og auðmannaelítan fær minna minna í vasan sem er eitt bezta mál.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Almenn niðurfelling á skuldum heimilanna jafngildir ríkisábyrgð rekstri þeirra.

Þessi ályktun byggir á sömu (röngu) forsendunni og yfirlýsing S&P. Sem er sú að ríkissjóður muni taka að sér að greiða niður höfuðstól skulda almennings.

Ef vel er að gáð þá er engin slík áætlun í gangi hér á landi.

Yfirlýsingar S&P (og síðuhöfundar) gætu því allt eins fjallað um Kúbu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband