57%: ESB-aðild þjónar ekki hagsmunum Íslands

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki þjóna hagsmunum okkar. Einungis um þriðjungur þjóðarinnar telur hagfellt fyrir Ísland að gerast aðili að sambandinu.

Könnun Eurobarometer staðfestir fjölda annarra kannana undanfarin fjögur ár. Eftir að ESB-umsókn Samfylkingar var send til Brussel 16. júlí 2009 og Evrópuumræðan tók flugið sannfærðist þjóðin að það væri ekki í þágu íslenskra hagsmuna að ganga inn ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs á vitanlega að leiðrétta mistökin sem voru gerð á alþingi fyrir fjórum árum og afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Telja ESB-aðild ekki Íslandi í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband