VG og Samfylking reyndu að kaupa sér fylgi

VG og Samfylking reyndu að kaupa sér fylgi í þingkosningunum í vor með 39 milljarða loforðalista.

Þjóðin hafnaði þessum tveim flokkum, VG fékk 10,9 prósent fylgi og Samfylking 12,9 prósent, og þar með kosningaloforðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.

Eðlilegt er að byrja á því að skera loforðalista fráfarandi stjórnar niður við trog.


mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Smáaurar miðað við 400 milljarða loforðalista núverandi stjórnarflokka.

Kjósendur tóku því þó það væri 10x hærri upphæð og allt í plati.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2013 kl. 21:36

2 Smámynd: rhansen

Gott að hafa svo rettsýnann  mann og Jón Inga við hendina ,þegar ráða þarf fram úr málum hans fyrverandi Rikis óstjórnar !!

rhansen, 24.7.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafði þó gert ráðstafanir til að fjármagna þessar framkvæmdir sem áttu bæði að minnka atvinnuleysi og bæta samgöngur ásamt því að úr því kæmi fleira gagnlegt. En gallinn var bara sá að fjármögnunin átti að stórum hluta að koma frá flokseigendafélagi Sjálfstæðisflokksins sem eru kvótagreifarnir. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að gefa ríkustu Íslendingunum 30 milljarða gjöf á næsta ári með því að lækka stórlega það hóflega veiðigjald sem síðasta ríkisstjórn setti á og afnema auðlegðarskattinn. Þessi lækkun skatta á ríkustu Íslendingana er upp á hærri tölur en þessi fjárfestingaáætlun hljóar upp á.

Þessi fjárfestingaáætlun minnkar atviunnuleysi auk þess að bæta samgöngur og fleira gagnlegt. En núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að taka hagsmuni kvótagreifanna og ríkistu Íslendinga fram yfir hagsmuni almennings.

Allir með eitthvað á milli eyrnanna gátu sagt sér það fyrir kosningar að þetta væru þeir að kjósa yfir sig með því að kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. En sjálfseyðingarhvöt íslenskra kjósenda er með eindæmum eins og fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gefur skýrt til kynna.

Sigurður M Grétarsson, 24.7.2013 kl. 22:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður útskýrðu hvernig þessir "kosningabögglar" áttu að minnka atvinnuleysi og auka hér hagvöxt?????

Jóhann Elíasson, 24.7.2013 kl. 23:31

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég var ekki ráðgjafi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks..kannski betur að svo hefði verið rhansen

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2013 kl. 23:32

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Íslenskir kjósendur þola/þoldu alls ekki þá opinberu skömm (sem Gunnar Rögnvalds skýrir sem Igno.min.Y-),að til valda brjótist eftir mikil áföll, skósveinar evrópsks sambands,sem þvinguðu umsókn í ESB. þ.e. Samfylking með fulltingi VG. og misnotuðu þannig okkar æðstu stofnun.--- Íslendingar eru langflestir lýðræðissinnar og höfnuðu þess vegna þessum svikaflokkum eftir að hafa barist við þá í 4 ár með allri sálu sinni,svo þeir þurrkuðu ekki þjóðríkið út og hnepptu í fjötra heimsyfirráðasambandsins ESB. Það heitir Sigurður Már að verjast,þess vegna kusu kjósendur þá flokka sem eru við völd.... Og svo hverjir eru ríkustu Íslendingarnir,? Heiðvirðir útgerðarmenn sem vinna,skaffa Íslendingum vinnu og afla gjaldeyris,eða bankaræningjarnir..

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2013 kl. 01:56

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Þessi fjárfestingaáætlun snýr bæði að atvinnuskapandi framkvæmdum og fjárfestingum í nýsköpun og þróun sem gæði skapa atvinnu við þá þróun og í einhverjum tilfellum verður afraksturinn vara sem eftirspurn verður eftir og við það skapast atvinna við framleiðslu hennar.

Helga. Þessi athugasemd þín er svo mikið bull og kjaftæði að maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja í að svara þér. Í fyrsta lagi þá var umsókn okkar um aðild að ESB ekki þvinguð fram og allt ferlið í kringum hana fór eftir þeim lýðræðislegu leikreglum sem okkar stjórnkerfi byggist á. Við getum rætt um það hvort það stjórnkerfi sé það besta en það er það stjórnkerfi sem við búum við. Og ekki gleyma því að á þeim tíma var meirihlutastuðningur við aðildarumsókn meðal þjóarinnar samkvæmt flestum skoðanakönnunum.

Í öðru lagi gerði seinasta ríkisstjórn engar tilraunir til að þurrka þjóðríkið út. Það að ríki taki þátt í samstarfi við sínar helstu viðskipta og vinaþjóðir er ekki á nokkurn hátt útþurrkun á þjóðríki enda halda þjóðir sjálsfstæði sínu og fullveldi þó þær taki þátt í slíku samstarfi. Og að taka um ESB sem einhvers konar heimsyfirráðasamband er svo mikið bull að menn gera lítið úr sjálfum sér með því að láta slíkt frá sér. Að sjálfsögðu vilja allir hafa áhrif á það hvernig samstarf þjóða heimsins gengur en að kalla það heimsyfirráðstefnu er út í hött.

Í þriðja lagi þá er LÍÚ mafían hóppur kvótagreifa sem nýta sér auðlind þjóiðarinnar til hagnaðar fyrir sig og reyna eins og þeir geta að komast hjá því að geriða sanngjarnt gjald til eiganda auðlindarinnar fyrir slík not. Það skapar alveg sömu atvinnu þó stærri hluta auðlindarentunnar berist til þjóðarinnar eins og ef hún fer meira og minna til útgerðarmannanna. Meira að segja skapar það meiri atvinnu ef hægt er að lækka almenna skatta á móti því sem kemur inn frá útgerðinni eða auka framkvæmdir ríkisins eins og fjárfestingaáætlun seinustu ríkisstjórnar áformaði að nota þá peninga í.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2013 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband