Miðvikudagur, 24. júlí 2013
Viðskiptahindranir ESB; verðhækkun á Íslandi
Viðskiptahindranir Evrópusambandsins hækka verðið á barnabílstólum. Evrópusambandið ákvað að útiloka bandaríska og kanadíska barnabílstóla og gilda nýjar reglur á EES-svæðinu og þar með Íslandi.
RÚV, sem ekki er þekkt fyrir að útvarpi efni sem er andstætt ESB, sagði frá nýjum reglunum í vor og byggði á tilkynningu frá Umferðastofu. Þar segir
Breyting á reglum um notkun og innflutning á barnabílstólum og bílpúðum með baki tekur gildi fyrsta júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. Eftir þann tíma má hvorki nota, markaðssetja, flytja inn né selja slíkan öryggisbúnað nema hann uppfylli evrópskar kröfur.
Þetta bann nær einnig yfir innflutning til einkanota. Sé búnaður keyptu í Evrópu á að vera tryggt að hann uppfylli skilyrðin. Undanfarin ár hefur verið töluvert um að fólk kaupi bílstóla í Bandaríkjunum og Kanada. Það verður nú óheimilt nema stólarnir uppfylli evrópskar kröfur.
Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að breytingin sé gerð í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins 2003/20/EB. Markmiðið sé tvíþætt. Annars vegar að samræma reglugerðina betur við tilskipunina og hins vegar að stuðla enn frekar að auknu öryggi barna í ökutækjum.
ESB-reglurnar eru settar til að útiloka samkeppni á þessum markaði frá Bandaríkjunum og Kanada. Og það veldur verðhækkunum.
Barnabílstóllinn hækkaði um 33% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2013 kl. 14:31
örugglega rétt - næsta spurning gæti t.d. verið. eru tollar/innflutningsgjöld á þessu stólum? ef við værum í esb þá þyrfti ekki að borga þá.
Rafn Guðmundsson, 24.7.2013 kl. 15:59
Rafn, það er eitthvað athugavert við þessa mynd!
Af hverju ættu íslendingar að taka upp ESB lög sem heimta hér tolla og innflutningsgjöld?
Hvar eru EES og WTO?
Kolbrún Hilmars, 24.7.2013 kl. 18:35
kolbrún - ees nær ákv. langt í frelsi. wto eru sennilega bara vondir menn í huga íslendinga - þeir vilja frelsi en það er ekki það sem 'við' viljum sýnist mér. bara ein fær leið - esb
Rafn Guðmundsson, 24.7.2013 kl. 18:53
Birt hefur verið lýsing á því í hverju það felst að öryggiskröfur ESB eru strangari en í BNA og það er dálítið billeg ályktun að ESB setji eingöngu reglur um hert öryggi til þess að búa til viðskiptahindranir.
Á sínum tíma settu Bandaríkjamenn hertar kröfur um árekstraöryggi bíla sem gerðu það að verkum að evrópskir framleiðendur urðu að breyta stuðurum, ljósum og ýmsu fleiru til þess að standast þær kröfur.
Enginn hélt því fram þá að Bandaríkjanenn gerðu þetta eingöngu til þess að stöðva sölu evrópskra bíla vestra.
Evrópskir bílaframleiðendur juku einfaldlega öryggi sinna bíla og breyttu þeim svo að þeir stæðust hinar nýju bandarísku kröfur.
Framleiðendur barnabílstóla í Bandaríkjunum er á sama hátt í lófa lagið að breyta stólum, sem þeir flytja til Evrópu svo að þeir standist nýjar kröfur.
Ómar Ragnarsson, 24.7.2013 kl. 20:19
Hatur þitt á ESB er svo mikið Páll að þú skáldar upp alskyns kjaftæði og rógburð til að koma ljótu orði á sambandið.
Þessir stólar eru allir framleiddir í kína af sömu verksmiðjunni. Festingum er aðeins breytt til að koma til móts við mismunandi staðla.
Hver segir að þessir stólar væru einhvað ódýrari á íslandi ef þeir væru fluttir inn frá USA?
Afhverju eru þessi stólar mikið ódýrari í Bretlandi en á íslandi?
Afhverju get ég ekki keypt mér stól á amazon.co.uk og fengið hann sendan til mín án þess að borga íslenska ríkinu þúsundir kr í gjöld?
The Critic, 25.7.2013 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.