365-miðlar fegra RÚV

Uppdráttarsýkin á ritstjórn Fréttablaðsins þar sem nærfellt allir með reynslu ýmist eru reknir eða hætta sjálfviljugir veitir innsýn í rekstur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 365-miðlum, sem er móðurfélag blaðsins.

Jón Ásgeir rekur fjölmiðla til að fegra viðskiptasögu sína og  verjast opinberum ákærum.

Í samanburði við 365-miðla er samfylkingarslagsíða RÚV hátíð.


mbl.is Fleiri hætta á Fréttablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Spurning hvenær Jón Ásgeir og hans pennar verða eina fólkið eftir þarna.

Virðist sem allt heilvita fólk sé annaðhvort að hætta sjálfviljugt eða sé sagt upp vinnu.

Færri og færri lesa fréttasnáp hans og enn færri trúa þeim fréttum sem fara í gegnum síuna.

Birgir Örn Guðjónsson, 23.7.2013 kl. 23:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt ekki viti ég deili á ritstjórunum,þá hugnast mér ekki Fréttablaðið. Það fer samanbrotið,,oftast,, í blaðatunnuna.Kemur fyrir að gáð sé að dagskrá eða kvikmynda og leikhússýningum.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2013 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband