Egill, óþekkti útlendingurinn og vinstriumræðan

Egill Helgason vísar á bloggi sínu í grein eftir óþekktan útlending sem segir endurreisn Íslands lygi; Íslendingar hafi það skítt og hér sé eymd og volæði. Heil buna af vinstrimönnum skrifar athugasemdir hjá Agli og tekur undir sjónarmið óþekkta útlendingsins. 

Stefán Ólafsson prófessor, einn örfárra vinstrimanna sem veit eitthvað um efnahagsmál, reynir að malda í móinn í athugasemd hjá Agi en er snarlega kveðinn í kútinn. Stefán styðist iðulega við gögn í sínum málflutningi en það skiptir ekki mál. Konsensus vinstrimanna er að allt sé ónýtt á Íslandi enda segir maður það í útlöndum.

Vinstrimenn hérlendir eru nútímaútgáfa af austfirska bóndanum á 19. öld sem fór í kaupstaðinn og átti erindi við faktorinn. Á gangi kaupmannshússins var bónda starsýnt á fötu sem freyddi uppúr. Hann spurði íslenska vinnukonu danska kaupmannsins hvað væri í fötunni og hún sagði það súpu upp á útlensku. Á meðan enginn sá til fékk bóndinn sér slurk. ,,Ekki er súpan bragðgóð en saðsöm er hún," sagði bóndi þegar hann lagði frá sér þvottafötuna.

Íslenskum vinstrimönnum finnst froðan saðsöm, - bara ef hún er útlensk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem lesa grein óþekkta útlendingsins komast strax að því að hún fjallar fyrst og fremst um svikráð og lygar síðustu ríkisstjórnar.

Það er því dulin ráðgáta að vinstrimenn skuli taka undir með þessum óþekkta manni. Hvort þar er um hina frægu vinstriheimsku að ræða skal ósagt látið. Aðdáun á Agli gæti líka verið orsök.

 Hinn óþekkti útlendingur heitir Simon Black og er kynntur sem vinsæll bloggari á Pressunni.

Gagnrýni hans á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er óvægin. Hann segir fullyrðingu um að hér hafi almenning verið hlýft á kostnað fjármagnseigenda vera hreina og klára lygi. Þá gerir hann grín að þeim dómi sem hefur fallið á hendur þess eina bankastjóra sem dæmdur hefur verið fyrirhrunið.

Það er margt satt í þessari grein óþekkta útlenska bloggara. Hann virðist sjá í gegnum lygavef Jóhönnu og Steingríms.

Gunnar Heiðarsson, 23.7.2013 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband