Þriðjudagur, 23. júlí 2013
Hallgrímur, þjóðarhagsmunir og Rvík 101
Hallgrímur Helgason rithöfundur og talsmaður Samfylkingar notaði samfylkingarmínúturnar sem hann fær úthlutað á RÚV til að úthúða Framsóknarflokknum. Niðurlagsorð Hallgríms eru þessi:
Þegar þú hefur verið fulltrúi hagsmuna allt þitt líf er soldið erfitt að verða allt í einu fulltrúi þjóðar.
Nú vill svo til að Framsóknarflokkurinn er ásamt Sjálfstæðisflokknum með skýrt og ótvírætt umboð til að vera fulltrú þjóðarinnar. Það umboð fæst í þingkosningum og þær eru nýafstaðnar.
Hallgrímur er í stöðu fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar sem sagði með þjósti við fullan bíósal af fólki: ,,þið eru ekki þjóðin."
Þjóðarhagsmunir eru Hallgrími framandi. Í pistlinum gagnrýnir hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra sérstaklega fyrir að taka sér í munn eftirfarandi: ,,við þurfum að verja íslenska hagsmuni."
Nei, vitanlega skilur Hallgrímur ekki þjóðarhagsmuni. Rithöfundurinn lítur á sig sem fulltrúa kaffihúsaspekinganna í miðborginni sem gefa Samfylkingunni gildi og inntak. Stóra mál Samfylkingarinnar er að fórna þjóðarhagsmunum, landhelginni og landbúnaði, og fá í staðinn inngöngu í styrkjasæluríki Evrópusambandsins.
Þjóðin sneri baki við Samfylkingunni. Flokkurinn var með 30 prósent fylgi 2009 en fékk 12,9 prósent í þingkosningunum í vor. Með öðrum orðum: þjóðin tók heildarhagmuni sína fram yfir sérhagsmuni Hallgríms og samfylkingarhópsins í Rvík 101.
Athugasemdir
Hef grun um að Páll Vilhjálmsson blaðamaður sé meiri 101 kaffihúsaspekingur en Hallgrímur Helgason sem dvelur langdvölum úti á landi með mannlífi og náttúru.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2013 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.