Mánudagur, 22. júlí 2013
Verslunin féflettir barnafjölskyldur
Óguðleg álagning íslensku verslunarinnar er meginástæðan fyrir því að barnavörur kosta nærri fjórum sinnum meira hér á landi en í Bandaríkjunum.
Offjárfesting verslunarinnar skýrir sumpart háa álagningu en fákeppni er stærsti hluti skýringarinnar.
Góðu heilli eykst netverslun hröðum skrefum þannig að samkeppni eykst.
Athugasemdir
Andrés Magnússon, formaður verslunar og þjónustu, afsakar þetta með neytendavernd. Hann segir að vara sem keypt er hér á landi njóti frekari neytendaverndar en sama vara keypt erlendis.
Nú er það svo að fyrirtæki sem hafa umboð fyrir einhverja erlenda framleiðendur, er með slíkt umboð óháð hvar varan er keypt. Því standast þessi rök Andrésar vart.
Sjálfur keypti ég mér fartölvu í USA fyrir margt löngu síðan, borgaði af henn gjöld við komuna til landsins. Verð tölvunnar, eftir að ég hafði greitt fyrir hana úti og greitt af henni söluskatt við komuna til landsins, var mun lægra en sambærileg vél kostaði hjá umboðsaðilanum hér.
Nokkrum dögum eftir komuna heim bilaði tavan og ég hélt að þar hefði ég keypt köttinn í sekknum, en ákvað að ræða við umboðsaðilann hér á landi og segja mína sögu. Skemmst er frá að segja að umboðið tjáði mér að þeir væru með umboð fyrir fyrirtækið sem framleiddi tölvuna og því bæri þeim að þjóna mig, sama hvar ég hafi keypt hana. Einnig tjáðu þeir mér að ábyrgðin á tölvunni væri í fullu gildi.
Fleiri slík dæmi má nefna, t.a.m. vegna kaupa á bifreiðum. Seint á síðustu öld var bílaumboð hér á landi dæmt til að þjóna bíl sem fluttur var inn framhjá umboði.
Neytendavernd er því vart afsökun fyrir 50% álagningu ofaná innkaupsverð, flutningskostnað, tolla og önnur gjöld.
Gunnar Heiðarsson, 23.7.2013 kl. 07:14
Get ekki verið meira sammála. Það er hinsvegar ekki bara barnavörur sem eru með glæpsamlega mikla álagningu hvað um matvöruna? Ég veit að það er ekki bara kaupmenn sem leggja á vöruna það er ekki síður innflutningsaðilar þeirra vara sem fluttar eru inn til landsins, og innanlandsverð hangir alveg í samræmi við það.
Sandy, 23.7.2013 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.