Söknuður eftir Auschwitz

Tvisvar er gamall maður barn, er orðtak sem geymir merkileg sannindi. Gamli maðurinn rifjar upp bernsku sína og finnur til ljúfsárra minninga. Hann viðurkennir söknuð eftir bernskuárunum sem gerðu hann að húmanískum fræðimanni. Bernskustöðvarnar sem um ræðir eru gereyðingarbúðir nasista í Auschwitz.

Gamli maðurinn heitir Otto Dov Kulka og býr í Ísrael. Hann var vistaður í búðunum tíu ára gamall og sá þar síðast móður sína sem varð þunguð í Auschwitz og var flutt í aðrar búðir og dó skömmu síðar. Kulka talar við blaðamann Spiegel í tilefni af útgáfu bókar um æskuminningarnar.

Kulka fór sem fulltíða maður á æskuslóðirnar árið 1978 þegar Pólland var enn lokað inni í Austur-Evrópu og Auschwitz lítt breytt frá því að Þjóðverjar flúðu staðinn í loka seinna stríðs. Kulka hafnar boði um að fara enn á ný þangað austur til að skoða vettvang ,,stóra dauða".

Samkvæmt úttekt Spiegel líkist bók Kulka annarri minningabók samlanda hans, Aharon Appelfeld. Bók Appelfeld er byggð á brotum úr nýliðinni veröld, sem auðvelt er að halda eldri en raun er á.

Það þjónar tilgangi þegar gamlir menn verða á ný börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband