Stjórnarandstaðan 2009 og 2013

Stjórnarandstaðan 2009 náði vopnum sínum strax á sumarþinginu. Krafa Samfylkingar um að sækja skyldi um aðild að Evrópusambandinu sameinaði málflutning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og lagði grunninn að samstarfi þessara flokka allt kjörtímabilið, - og skilaði sér í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs nú í vor.

Andstaðan við ESB-umsókn Samfylkingar nýttist vel í Icesave-málinu. VG klofnaði og veikti stjórnina. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á miðju kjörtímabilinu gerðu út af við ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Meira að segja á lokametrum kjörtímabilsins þegar stjórnarskrármálið var til umræðu var ESB-andstaðan límið í málflutningi stjórnarandstöðunnar.

Víkjum nú að stjórnarandstöðunni sumarið 2013. Meginpúðrið hjá talsmönnum Samfylkingar og VG var að herma upp á Framsóknarflokkinn kosningaloforð sem vinstrimenn gáfu fyrir hönd Framsóknarflokksins um allsherjarniðurfellingu skulda. Í kosningabaráttunni sjálfri hömruðu forystumenn Samfylkingar og VG á því að niðurfelling skulda væri ótæk. Púðrið sem stjórnarandstaðan eyddi í að nudda Framsóknarflokknum upp úr meintum kosningaloforðum gerði sig ekki fyrir Samfylkingu og VG, heldur var það Sjálfstæðisflokkurinn sem græddi á því.


Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld hefði átt að gefa viðspyrnu.  Stjórnarandstaðan naut fulltingis RÚV og bloggara sem efndu til undirskriftarsöfnunar gegn áformum stjórnarinnar. Pólitískt þrek stjórnarandstöðunnar var þó ekki meira en svo að forsetinn gat vísað til þess að talsmenn hennar nenntu ekki að ræða málið á alþingi og skrifaði hann undir lögin án tafa.


Fáfengi málflutnings stjórnarandstöðu opinberast enn betur dagana eftir sumarþing þegar niðurskurður á útgjöldum ríkisins er mál málanna. 

Ha?, segir stjórnarandstaðan, átti ekki að ræða kosningaloforð Framsóknarflokksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband