Fimmtudagur, 18. júlí 2013
ESB-RÚV reynir að redda sér
Blogg um fréttafölsun RúV í ESB-umræðunni vakti viðbrögð. Fréttamaður RÚV tekur upp hanskann fyrir stofnunina og persónugerir umræðuna með því að draga nafn fréttamannsins inn í málið og gera veður út af því hvort viðkomandi hafi verið í Brussel eða hringt frá Reykjavík í Brussel.
Kjarninn í gagnrýninni á RÚV í blogginu er hvernig orð forseta leiðtogaráðsins voru þýdd. Forsetinn, van Rompuy, sagðist vonist til að ESB og Íslandi haldi góðum sambandi ,,either within or outside the accession process". Fréttamaður RÚV þýddi þessi orð í hádegisfréttum svona: ,,hvort sem aðildarviðræður halda áfram eða ekki."
Þýðingin er röng, ,,accession process" getur ekki þýtt ,,aðildarviðræður". ,,Accession" er innganga og ,,process" er ferli. Inngönguferli væri nærtæk þýðing en líka aðlögunarferli, sem oft er notað og er í samræmi við útskýringar ESB.
RÚV vissi upp á sig skömmina og reyndi að redda sér. Í kvöldfréttum RÚV-sjónvarps var komin ný þýðing á orðum forseta leiðtogaráðsins (8:13). Nú hét það ekki lengur aðildarviðræður heldur ,,aðildarferlið" og þar er nokkur annar bragur á.
Það hefði verið ögn meiri reisn yfir RÚV og talsmönnum stofnunarinnar að viðurkenna mistökin í stað þess að reyna fela þau og senda fréttamann fram á ritvöllinn með persónulegt væl.
Athugasemdir
Það var gott að þetta leiðréttist því hér er um tvo ólíka ferla í gangi
Valdimar Samúelsson, 18.7.2013 kl. 11:40
Það er alveg ótrúlegt að sjá mann sem talar fyrir samtök sem agnúast útí allt sem Evrópskt er, tala með slíkum hætti. Slíkt er ruglið.
,,accession process" er á íslensku = ,,aðildar prósess".
Gunnfaktor í nefndum aðildar prósess er Aðildarviðræður sem endar með Aðildarsamningi uppá borði og kosið þar um í þjóðaratkvæði.
Ef samþykkt þá hefst aðlögunartímabil sem endar með fullri aðild. Ef sagt er nei - nú, þá verður engin aðild þetta árið og verður að bíða sennilega um 10 ár.
Það er váboði fyrir Ísland ef forsvarsmenn andstæðinga ESB geta ekki verið með nein málefnalegri og raunsærri sjónarmið og upplegg en þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2013 kl. 12:51
Ómar Bjarki, það sem þú kallar ,,aðildar prósess" er ferli umsóknarríkis inn í Evrópusambandið. Aðildarviðræðurnar fela í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglur ESB. Þegar ferlínu lýkur er umsóknarríki komið inn í ESB, aðeins formleg samþykkt er eftir.
Aðlögunarleiðin inn í ESB útilokar að hægt sé að gera óskuldbindandi samninga til að ,,sjá hvað er í boði" eins og ESB-sinnar segja jafnan.
Páll Vilhjálmsson, 18.7.2013 kl. 12:57
Ég las pistilinn eftir Óðinn Jónsson. Kallin skilur einfaldega ekki orðið process, virðist hald að það geti haft víðari merkingu en ferli en í reynd er er prcosse mjög þraungt skilgreint á ensku. og þreingra en ferli á íslensku.
--------------------------
Cambridge dictionary.
Process.
Definition:
A series of actions that you take in order to achieve a result:
the peace process
Increasing the number of women in top management jobs will be a slow process.
This decision may delay the process of European unification.
The party has begun the painful (= difficult) process of rethinking its policies and strategy.
Going to court to obtain compensation is a long process.
She arrived at the correct answer by a process of elimination (= by deciding against each answer that was unlikely to be correct until only one was left).
---------------------
Þér er því óhætt að rukka fréttastjón um að prenta út og éta pistilinn sinn Páll. Kanski Ómar Bjarki hjálpi honum.
Guðmundur Jónsson, 18.7.2013 kl. 18:31
Það var reyndar Jóhann Hlíðar Harðarson sem skrifaði pistil þar sem hann bauðst til að éta téðan pistil en ekki Óðinn, og hann hélt engu fram um að orðið process gæti haft eitthvað víða merkingu.
Þvert á móti sagði hann orðrétt: 'Ég ætla að gera Páli tilboð: Finni hann eina viðurkennda orðabók þar sem accession eða accession process er þýtt sem aðlögun eða aðlögunarferli, þá skal ég prenta út þennan pistil og éta hann!'
Þetta hefur ekki verið sýnt fram á enn.
Greinilegt að lágmarksskilningur á einföldum staðreyndum er ekki nauðsynleg forsenda til að tjá sig á þessum vettvangi.
Þarfagreinir, 19.7.2013 kl. 00:37
Og varðandi það að einhverjir aðrir en Páll séu að persónugera umræðuna, þá 'byrjað'ann' sjálfur:
"Fréttamaður RÚV er viljandi og af yfirlögðu ráði að fela þá staðreynd að eina leiðinin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki jafnt og þétt tekur upp lög og regluverk sambandsins."
Svo reynir hann núna að láta sem hann hafi hreinlega verið að benda á einhver mistök þegar í ásökun hans sem ég vitna þarna í felst að þetta hafi verið gert að yfirlögðu ráði í einhverju blekkingarskyni. Páll getur ekki hlaupist undan þessum orðum sínum.
Þarfagreinir, 19.7.2013 kl. 01:21
Það er ekki þannig að að Páll hafi verið að benda á þessa þýðingar "villu" núna í fyrsta sinn. þetta hefur verið gert mjög viða af mjög mörgum alveg frá því samfylkingin hóf sitt accession process og kallaði það aðildarviðræður. Á ensku mundi aðildarviðræður þýðast, membership negotiations (eða accession negotiations sem er fjær sanni) en aldrei accession process.
Steininn tók svo úr vitleisunni þegar Stækunarstjóra esb þótti astæða til að leirétta notkun ísenskra aðildarsinna á orðinu negotiations og sagði á opinberumvetvangi að réttara væri að kalla þetta accession process.
Eftir allt sem á undan er gengið þá verða þeir einstaklingar sem enn tala um aðildar viðtræður sem þýðingu á accession process einfaldlega annaðhort að teljast vera fávitar eða falsarar.
Guðmundur Jónsson, 19.7.2013 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.