Föstudagur, 12. júlí 2013
ESB-menning og þjóðmenning
Evrópusambandið reynir að búa til ESB-menningu sem réttlætir tilvist sambandsins. Sérstök vefútgáfa heldur utan um menningarstarf Evrópusambandsins. Sumt sem ESB reynir að gera vekur aðhlátur, eins og teiknimyndasögur um Kaptein Euro, og annað hneykslan - til dæmis barnabókmenntir um herra og frú Evrópuþingmann.
Engu að síður: Evrópusambandið fjárfestir milljarða í að búa til menningu sem er sambandinu þóknanleg. Á Íslandi fengum við smjörþefinn af menningarstarfinu með Evrópustofu, sem fékk yfir 200 milljónir að kynna ESB.
Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrum háskólarektor, skrifar glöggt um menningu. Í ritinu ,,Menning og sjálfstæði" sem kom út 1994 segir Páll
Þjóðin á rétt á sjálfstæði af því hún á sér sérstaka menningu og sjálfstæði þjóðarinnar er skilyrði þess að menning hennar fái að dafna. Menningin er réttlæting sjálfstæðisins - sjálfstæðið er forsenda menningarinnar.
Menning og sjálfstæði helst í hendur. Jafnvel ESB viðurkennir það. Valkostirnir eru eftirfarandi: sjálfstæði þjóða eða sjálfstætt Evrópusamband.
Athugasemdir
Þetta er nú meiri þvælan þessi færsla.
Friðrik Friðriksson, 12.7.2013 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.