Lög, lýðræði og stjórnleysi

Ólíkt Icesave-málinu, sem ekki var til umræðu í kosningunum vorið 2009, var veiðileyfagjaldið í umræðunni fyrir kosningarnar í vor. Fráfarandi ríkisstjórn setti lög sem áttu að taka gildi eftir kosningar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. þorði ekki/vildi ekki/gat ekki sett lög um veiðigjald og lifað með þeim - endanlegri ákvörðun var vísað yfir á nýtt kjörtímabil.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, með sterkan meirihluta á alþingi, endurskoðaði lög ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. sem þjóðin kaus í burtu með afgerandi hætti nú í vor.

Píratar báðu um sérstakan fund með forseta Íslands til að tala fyrir undirskriftarsöfnun um að forsetinn synjaði lögum um breyttar tekjur ríkissjóðs af veiðileyfagjaldi. Þingflokkar VG og Samfylkingar báðu ekki um fund með forseta til að tala gegn nýju lögunum.

Ef forsetinn neitaði að skrifa undir lög um veiðileyfagjald væri það uppskrift að stjórnleysi. 


mbl.is Lögin líklega til Ólafs á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband