Mánudagur, 8. júlí 2013
Krónan, lögbundinn halli og fjölmyntakerfi
Kostir íslensku krónunnar eru fjölmargir, t.d. er hún stóri kreppubjargvætturinn. Á hinn bóginn hafa stjórnmálamenn í gegnum tíðina lagt full mikið á krónuna og hún þess vegna verið óstöðugri en hún þyrfti að vera.
Í meginatriðum eru tvær leiðir til að veita krónunni þann stuðning sem henni ber. Í fyrsta lagi að setja í lög að ekki mætti reka ríkissjóð með meiri halla en nemur tiltekinni (lágri) prósentu - t.d. þrjú prósent. Við það yrði töluvert meiri agi á fjármálum ríkisins og það myndi skila sér í stöðugri krónu.
Í öðru lagi mætti hugsa sér að taka upp fjölmyntakerfi á Íslandi þar sem krónan auk þriggja til fimm annarra alþjóðlegra mynta væri lögeyrir. Laun og verðlag mætti greiða og skrá í krónu, bandaríkjadal, evru, norskri krónu og japönsku jeni, svo dæmi sé tekið.
Í fjölmyntakerfi væri svigrúm stjórnvalda hvers tíma mjög takmarkað til að leggja byrðar á krónuna. Allt kerfi peningastjórnunar, þ.e. fjármálaráðuneyti og seðlabanki, væri gírað inn á að halda stöðugleika krónunnar gagnvart samkeppnisgjaldmiðlunum.
Þegar til kastanna kemur verður á hinn bóginn ekki ýkja mikil eftirspurn eftir róttækum lausnum í gjaldmiðlamálum. Í gjaldmiðlastríðinu sem stendur núna yfir á alþjóðavísu kemur krónan ágætlega út fyrir Íslendinga.
Ekki er allt gull sem glóir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef við værum með fjölmyntakerfi væri ekkert sem kæmi í veg fyrir að við notuðum Bitcoin, eða gull, eða króatískan kuna sem greiðslumiðil.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2013 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.