Íslandi verður ekki stjórnað með þjóðaratkvæði

Þjóðaratkvæði um afmörkuð og sértæk málefni er hægt að efna til og fá niðurstöðu. Fjárhæð veiðileyfagjalds er ekki afmarkað eða sérstækt málefni heldur hluti af skattapólitík ríkisstjórnar hvers tíma.

Á hinn bóginn minnir söfnun undirskrifta gegn lækkun veiðileyfagjalds á breytt stjórnmál. Ríkisstjórnir geta ekki farið sínu fram með sama hætti og tíðkaðist hér áður. Aðhaldið er meira og almenningsálitið brýst víðar fram en áður þegar fjölmiðlun var einhæfari.

Stjórnvöld verða að vanda sig betur en áður og búa í haginn fyrir breyttar áherslur í stærri málum. Það þýðir ekki að böðlast áfram án undirbúnings og markvissrar stefnumótunar.

 


mbl.is Afhenda undirskriftalista kl. 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En fjármál ríkisins eru ákurat þau málefni sem ætti að leyfa almenningi að greiða atkvæði um. Ef ríkið fengi ekki að hækka skatta, gjöld eða samþykkja ríkisábyrgðir án samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu þá gætu þeir ekki valdið vandamálum eins og Icesave og ÍLS.

Ef síðan væri bætt við stjórnarskrá atkvæði sem mundi skylda ríkið til að skilgreina hvert það gjald sem það tekur að viðbættum sköttum þannig að eingöngu mætti nota það fyrir ákveðin hlut (bensín og rúv gjöldin eru gott dæmi um misnotkun gjalda) þá hefðu þeir enga raunverulega fjármuni til að leika sér með í gælu og sérhagsmunaverkefnum og þyrftu að einbeita sér að þeirri grunnþjónustu sem þeir eiga að sinna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband