300 ţúsund Írar flýja evruna

Á síđustu fjórum árum hafa 300 ţúsund Írar flúiđ heimaland sitt vegna evru-kreppunnar. Engu ađ síđur er um 15 prósent atvinnuleysi á eyjunni grćnu. Stćrsti hópurinn sem flýr Írland er ungt fólk sem gefst upp á ESB-landinu međ evruna sem myllustein um háls atvinnulífsins.

ESB-sinnar á Íslandi, t.d. Ţröstur Ólafsson, halda ţví fram ađ međ inngöngu í Evrópusambandiđ yrđi Ísland hólpiđ, bćđi frá lélegum innlendum stjórnmálamönnum og erlendu arđráni. Reynsla Íra segir ađra sögu.

Ţýskt dagblađ birti heilsíđu grein um hvernig Írar eru féflettir af innlendri elítu bankamanna og stjórnmálamanna og arđrćndir af Evrópusambandinu. Irish Times ţýddi og endurbirti greinina.

Fyrir Íslendinga er sérstaklega áhugavert ađ lesa frásögn írska sjómannsins Murtagh sem segir ađ írskir sjómenn fái ađeins í sinn hlut 2,6 prósent af aflanum af sameiginlegu hafsvćđi Evrópusambandsins, en Írlandi ćtti 14,2 prósent af ţví hafsvćđi ef landiđ stćđi utan Evrópusambandsins. Írsku fiskimiđin eru umsetin spćnskum, hollenskum og frönskum verksmiđjuskipum. Murtagh grćtur ţegar hann segir frá eymd írskra sjómanna. Lái honum hver sem vill.

Reynsla Íra er ađ Evrópusambandiđ veitir hvorki vörn fyrir ónýtum innlendum stjórnvöldum og heldur ekki fyrir útlendu arđráni. Enn síđur veitir ađild ađ evru-samstarfinu Írum efnahagslega hagsćld.

Hver eru aftur rökin hjá íslenskum ESB-sinnum?


 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband