Íbúðarlánasjóður sem flokkssjoppa Framsóknar og Samfylkingar

Árni Páll formaður Samfylkingar var á spena Íbúðarlánasjóðs og flokksgæðingar Framsóknarflokksins fengu störf og bitlinga. Útkoman er risavaxið gjaldþrot.

Lærdómurinn af hruni bankanna var að einkaframtakinu er ekki treystandi. Lærdómurinn af hruni Íbúðarlánasjóðs er að stjórnmálaflokkum er ekki treystandi.

Hér verður að taka til hendinni.


mbl.is Flokkurinn hlusti á gagnrýnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég þekki ýmsa sem hafa starað hjá þessari stofnum fyrir og eftir síðustu breytingar. Samfylkingin hefur aldrei haft áhrif í Íbúðalánasjóði, þrátt fyrir að prestsonurinn hafi unnið þar einhver verkefni sem lögfræðingur.

Ágæti bloggari ekki gleyma því að fyrsti formaður Íbúðalána-sjóðs var mjög virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum og hann var mörgum sinnum í framboði fyrir flokkinn.

Hann var starfandi formaður með sérstaka skrifstofu og virkaði sem einskonar yfirvald yfir framkvæmdarstjóranum.

Ef svona ráðslag hefur ekki verið spilling af grófustu gerð, er nú fátt spilling í stjórnkerfinu. Formaðurinn var m.ö.o. fulltrúi fyrir fyrirtækin í byggingariðnaðinum í stjórn stofnunarinnar og sem ráðandi aðili í fullu starfi.

Hann heitir Gunnar S Björnsson, ætli hann hafi ekki verið formaður í 8 ár

Hann var áður formaður samtaka byggingarverktaka í áratugi. Þ.e.a.s. Meistarafélags Húsasmiða. Hann leysti Guðmund Bjarnason af í löngum leyfum sem framkvæmdastjóri þessarar stofnunar.

Á stjórnartíma hans voru menn reknir úr starfi fyrir það eitt að hafa verið í Alþýðuflokknum og tala nú ekki um í Alþýðubandalaginu.

Á hans stjórnartíma fóru byggingarverktakarnir að fá framkvæmdalán út á andlitið á sér og þurftu nánast engar tryggingar að leggja fram.

kveðja

Kristbjörn Árnason, 3.7.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband