Heilög evra og hægripólitík Samfylkingar

Írland í ESB og með evru stendur mun verr en Ísland m.t.t. afgerandi efnahagsþátta eins og hagvaxtar og atvinnuleysis. Engu að síður stendur Írland betur en evru-lönd í Suður-Evrópu þar sem viðvarandi svartnætti ríkir.

Stórvesír í alþjóðafjármálmum Mohamed El-Erian forstjóri PIMCO skrifaði samantekt andstæðra sjónarmiða um Írland, hvort landið væri dæmi um smáríki innan evru-samstarfsins sem hefði tekist með góðum árangri að glíma við kreppuna eða hvort Írland sýndi að evran gangi ekki upp fyrir lítið efnahagskerfi. Forstjórinn segir enn of snemmt að segja til um niðurstöðuna, báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls.

Jeremy Warner á Telegraph gefur ekki mikið fyrir greiningu Mohameds. Warner fer yfir sviðið og kemst að þeirri niðurstöðu að trúarsetningin um evruna, að gjaldmiðillinn sé heilagri en velferð almennings, sé það sem haldi evru-samstarfinu á floti. Spurningin sé hversu lengi trúarsetningin haldi.

Forstjóri PIMCO og dálkahöfundur Telegraph eru sammála um að hörð hægripólitík með niðurskurði ríkisútgjalda og kauplækkun á kreppusvæðum sé ráðandi efnahagspólitík á evru-svæðinu.

Styrmir Gunnarsson spyr á  Evrópuvaktinni hvers vegna Samfylkingin ríghaldi í hægripólitík Evrópusambandsins þegar allir óbrjálaðir sjá að íslenska leiðin út úr kreppunni var til muna farsælli fyrir almenning en leið Evrópusambandsins.

Góð spurning hjá Styrmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband