Mánudagur, 1. júlí 2013
Vinstrimenn örvænta - Davíðsgrýlan dregin fram
Davíð Oddsson ætlar að sjá til þess að útgerðamenn eignist RÚV, segir Guðmundur Andri Thorsson í Fréttablaðinu og Samfylkingar-Eyjan endurvarpar.
Davíð reyndist vinstrimönnum drjúgur til samstöðu á sínum tíma. Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að berjast við Davíð. VG og Samfylking náðu saman undir forystu Baugs árið 2004 í andstöðunni við áform ríkisstjórnar Davíðs að setja fjölmiðlalög sem hömluðu Jóni Ásgeiri og Baugi að leggja undir sig stærstan hluta fjölmiðla landsins.
Eftir kosningarnar í vor eru vinstrimenn tvístraðir í þrjá smáflokka: Samfylking með 12,9 prósent, VG með 10,9 og Björt framtíð fékk 8,2.
Reynslan sýnir að fátt er árangursríkara en grýla Davíðs Oddssonar til að sameina vinstrimenn. Nú þegar Baugur er fallinn verður RÚV gunnfáni sameiningarbaráttu flokksbrotanna þriggja.
Athugasemdir
GAT,verið að hann finndi ráð.
Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2013 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.