Björn Bjarnason ráðleggur Illuga

Björn Bjarnason var menntamálaráðherra í tveim ríkisstjórnum. Hann veitir Illuga Gunnarssyni þessa ráðleggingu vegna hugmynda Samtaka atvinnulífsins að stytta framhaldsskólann:

Stytting framhaldsskólanáms í þrjú ár með lagaboði. Hvers vegna að draga úr sveigjanleikanum? Nemendur geta nú ráðið hve löngum tíma þeir verja til að ljúka framhaldsskóla. Talið um að brottfall sé meira hér en annars staðar er reist á því að borin eru saman epli og appelsínur.

Sveigjanleikinn sem Björn talar um kom okkur til góða þegar Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir hruninu 2008 og settu þúsundir ungmenna út á guð og gaddinn. Framhaldsskólinn tók við unga fólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Styttingu náms er sjálfsagt að skoða en mér finnst menn byrja á þveröfugum enda. Það er miklu meira álag á nemendur í framhaldsskóla, sumir skólar eru með nokkuð þétta námsskrá öll 4 árin og þetta mundi þýða mikið rask og uppnám fyrir þessa skóla og ekki víst hvort ávinningurinn yrði þess virði.

Það væri miklu viturlegra að byrja á að skoða styttingu náms á grunnskólastigi, þó ekki væri nema vegna þess að það er 2,5 sinnum lengra tímabil eða 10 ár og meiri líkur til þess að ná að þjappa einhverju saman þar. Við þá skoðun væri sjálfsagt að skoða í leiðinni hvernig námi grunnskólabarna er hagað t.d. í nágrannalöndunum, hef til dæmis heyrt að víða í Evrópu hefjist raungreina- og tungumálakennsla barna fyrr en hér á landi.

Svo mætti líka skoða að láta börn byrja í grunnskóla 5 ára í stað 6 ára, eins og er líka sums staðar erlendis.

Alfreð K, 30.6.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband