Lýðræðið og einveldi Evrópusambandsins

Lýðræðið er merkasta framlag Evrópu til heimsmenningarinnar, er niðurstaða í stórri könnun um sjálfsmynd Evrópubúa. Útgáfan af lýðræði samtímans er fengin frá frönsku byltingunni 1789. Tilefni frönsku byltingarinnar var hungur og vesöld í stærsta ríki Evrópu. Yfirvöld í Frakklandi voru ónæm á hag almennings.

Stærsta stjórnskipulag Evrópu í dag er Evrópusambandið, og er í fjarska litlum tengslum við almenning í Evrópu. Sambandið gefur út bókmenntir sem sýna herra og frú Evrópuþingmann þeysast um í limrúsínu og skrifa bréf sem þarf fjóra starfsmenn til að koma á leiðarenda.

Á meðan Evrópuþingmenn á ofurlaunum ferðast með einkabílstjóra hrakar hag almennings í álfunni. Þorvaldur Friðriksson segir okkur frá Rúmenum sem sakna harðstjórnar kommúnista í Rúmeníu en þá var atvinnuöryggi meira og velferð betri. Rúmenía er ESB-ríki. Þegar ESB-kerfið gerir sig illa í samanburði við kommúnisma er fokið í flest skjól.

Evrópa stendur frammi fyrir því að sambandið sem átti að taka álfuna inn í 21. öldina, ESB, er í upplausn. Evrópusambandið skaffar ekki betri lífskjör, nema fyrir elítuna. Evrópuþingið er valdalaus stofnun enda nennir innan við helmingur íbúa ESB-landa að kjósa þingmenn sambandsins. Raunveruleg völd eru hjá embættismönnum í Brussel sem eru án lýðræðislegs umboðs.

Stjórnvöld í Brussel telja helsta ráðið við kreppunni í Evrópusambandinu vera aukna miðstýringu. Þar með skerðist lýðræðið enn frekar. 

Einhvern veginn er það ekki líklegt að einveldi Evrópusambandsins verði lausnin sem þjóðir Evrópu telja farsælasta á þeirri efnahagslegu og pólitísku kreppu sem heldur álfunni í járngreipum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

 Fólk sættir sig ekki við svona kúgun lengi !....gæti orðið styttra en margur heldur að sambandið fái fullkomlega "fuck "merki flestra og ljósið renni upp um hvað i raun þetta fyribæri er !!

rhansen, 30.6.2013 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband