Laugardagur, 29. júní 2013
Landsdóm ætti ekki að leggja niður
Ef farið hefði verið að tillögu þingmannanefndar og fimm kærðir fyrir landsdóm, Geir H. Haarde, Árni Mathiasen, Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson hefði pólitíska kerfið sem bar ábyrgð á hruninu verið á sakabekk - og það er maklegt.
Atkvæðahönnun Samfylkingar í á alþingi leiddi til þess að Geir H. Haarde var einn saksóttur og það var hreint og klárt pólitískt einelti.
Þær aðstæður geta komið upp að nauðsynlegt sé að kalla saman landsdóm á ný. Óþarfi er að lýðveldið kasti slíku verkfæri frá sér þótt 12,9 prósent flokkurinn hafi misbeitt því.
Ætla að leggja niður landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er allavega flott verkefni fyrir 'sumarþingið' núna.
Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 21:53
Elskið óvini yðar!!!
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2013 kl. 23:04
Það á ekki að leggja niður Landsdóm.
Hvað höfum við í staðinn fyrir ef við þurfum að kæra stjórnendur landsins fyrir landráð eins og gera þarf við fyrrverandi VG og Samfylkinguna. Báðir flokkarnir eru landráðaflokkar.
Ómar Gíslason, 30.6.2013 kl. 00:48
ómar - flott að hafa landsdóm (finnst mér) en hvar á að kæra hina landráðamenn eins og mig?
Rafn Guðmundsson, 30.6.2013 kl. 01:12
Sammála pistlahöfundi.
Benedikt Helgason, 30.6.2013 kl. 08:54
Já sammála pistlahöfundi. Við verðum að láta landráðamenn svara til saka. Vegna kafla X hegningalaganna og stjórnarskrár bröt ásamt tugi annara brota.
Valdimar Samúelsson, 30.6.2013 kl. 09:53
Er ekki líklegt, að næst þegar landsdómi verði beitt komi annar 12.9% flokkur og misbeitt honum líka þá.
Lögin um landsdóm eru þess eðlis að það verða alltaf 12,9% flokkar sem taka ákvarðanir um hverja skuli ákæra.
Ég held að landsdómsmálið á síðasta kjörtímabili hafi valdið meiri skaða á íslensku samfélagi en annað sem tengist hruni bankann 2008 og það er ekki neitt sem bendir til að það verði öðruvísi næst þegar honum verður beitt.
Landsdómur er einfaldlega fyrirbæri úr fortíðinni sem hefur sannast að virkar ekki í nútímanum og á því þarf að taka.
Guðmundur Jónsson, 30.6.2013 kl. 10:15
það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.
landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.
og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..
mikið réttlæti
Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.