Laugardagur, 29. júní 2013
ESB-fylkingar eru 60 - 25 - 15 prósent
Síðustu þrjú ár er staða ESB fylkinga á Íslandi þannig að 60 prósent er á móti aðild að Evrópusambandinu, 25 prósent er fylgjandi en 15 prósent tekur ekki afstöðu. Upplýsingarnar má lesa úr könnun MMR. Tölurnar ríma við kannanir Capacent Gallup á undanförnum árum.
Bæði MMR og Capacent mæla staðfestu í afstöðu fólks. MMR spyr hvort viðkomandi sé mjög eða frekar andvígur/fylgjandi en Capacent býður þrjá möguleika í staðfestu:alfarið, mjög eða frekar. Andstæðingar skora alltaf hærra í staðfestu, ESB-sinnar eru hálfvolgir í afstöðu sinni en andstæðingarnir ákveðið á móti.
Afgerandi hluti þjóðarinnar er á móti aðild og sterkur þingmeirihluti er á móti aðild. Umsóknin frá 16. júlí 2009 um aðild Íslands að Evrópusambandinu er búin að vera.
Þjóðaratkvæði ekki fyrirhugað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
páll - án þess að vera viss þá ætla ég að gera ráð fyrir því að þú viljir skoða hús áður en þú kaupir það (eins með flesta hluti) - eins er þetta með esb - það þarf að klára samninginn til að fólk geti tekið ákvörðun.
Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 13:12
Enginn kaupandi lætur sér nægja að skoða húsið að utan á meðan óskyldir aðlaga aðstæður kaupandans að hagsmunum seljandans. Og skrifa jafnvel undir kaupsamninginn líka áður en kaupandinn kemur að málinu.
Eitthvað er öfugsnúið við slík húsakaup...
Kolbrún Hilmars, 29.6.2013 kl. 15:24
rétt kolbún - þess vegna þarf að skoða húsið - mín skoðun er sú að seljandi vilji selja húsið og fyrir ásættanlegt verð. þar er munurinn á okkur.
Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 16:52
Rafn, af hverju þarft þú þá að sjá tilbúinn kaupsamning til þess að vita hvað þú ert að kaupa?
Kolbrún Hilmars, 29.6.2013 kl. 17:05
Hva,erum við að fara að keypa eitthvað hús?Eru menn virkilega ennþá í þessu ESB kjaftæði?Ég hélt að þetta væri löngu útrætt mál.Eigum við ekkiað fara að snúa okkur að alvöru lífsins,eins og atvinnumálunum og rétta við fjármál ríkisins og einstaklinga?Í guðanna bænum.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.6.2013 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.