Fimmtudagur, 27. júní 2013
ESB virðir kosningar, ekki ESB-sinnar á Íslandi
Evrópusambandið viðurkennir kosningaúrslitin á Íslandi og dregur rökrétta ályktun af þeim: nýkjörinn meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk umboð kjósenda til að stöðva ESB-ferlið.
Eini stjórnmálaflokkurinn sem vill Ísland í Evrópusambandið, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent fylgi í þingkosningunum 27. apríl.
ESB-sinnar á Íslandi mættu taka sér Evrópusambandið til fyrirmyndar og virða niðurstöðu lýðræðislegra kosninga.
Skýrslunni breytt vegna kosninganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"nýkjörinn meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk umboð kjósenda til að stöðva ESB-ferlið" og leyfa þjóðinni að kjósa um hvort halda eigi áfram með saming eða ekki. xB og xD virðast ætla að svíkja það og það fer í mig ESB sinnann.
Rafn Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 17:06
Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 27.apríl, þar ákvað þjóðin að stöðva ESB-ferlið. Það þarf ekki aðra þjóðaratkvæðagreiðslu, nema einhverjum dytti í hug að hefja þetta ferli upp á nýtt, en það er einmitt það sem þjóðin vill ekki samkvæmt atkvæðagreiðslunni 27.apríl. Ef einhver heldur að 12.9% sýni mikinn vilja þjóðarinnar til áframhaldandi aðlögunar að ESB, þá lifir hinn sami í mikilli blekkingu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 27.6.2013 kl. 20:39
tómas - gott að vera svona klár. við hinir viljum þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald á þessum viðræðum og báðir þessir flokkar lofuðu þeim. xB er auðvitað búinn að svíkja loforðið en kannski ekki xD. kemur í ljós
Rafn Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 21:09
. . . . Og þið "Rafn" sem að hófuð þetta ESB aðildar rugl fyrir 4 árum síðan án þess að spyrja þjóðina eins eða neins æpið nú og emjið yfir því að nýtt fólk tekur við stjórnartaumunum efir kosningar þar sem ESB landráðafylkingin ykkar beið sögulegt afhroð ! ! !
Þið ættuð nú eftir niðurlæginguna og afhroðið að hafa vit á því að hafa hægt um ykkur og skammast ykkar !
Gunnlaugur I., 27.6.2013 kl. 23:26
ESB hefur ekki hingað til virt kosningar. Ef kosningaúrslit eru ekki að þeirra skapi þá heimta þeir að það verði kosið aftur og aftur þangað til ESB fær vilja sínum framgengt.
Þannig að ESB sinnar eru bara eins og ESB hætta ekki fyrr en þeir fá það sem þeir vilja og það sem verra er að núverandi Ríkisstjórn ættlar ekki að loka á þetta aðildarferli að ESB.
Taka skref til baka er ekki það sem fólk var að kjós um 27 apríl, loka á ferlið fyrir fullt og allt var það sem meirihluti kjósenda vildu.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 23:36
gunnlaugur - fyrst að fyrri stjórn var svona ósvífin að spyrja ekki þjóðina er þá ekki bara rétt að þessi nýja geri það
Rafn Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 23:40
Óþarfi að kjósa um það aftur Rafn það var gert 27 apríl.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 23:55
það verður gert ef áhugi verður einhvern timan til að ganga i ESB þegar seð verður hvað verður úr þessu fyrirbæri ...og látið ykkur segjast i bili Esb sinnar ...svona er staðan ::
rhansen, 28.6.2013 kl. 00:10
Fer ekki þessi stjórn eins að og sú fyrri,þingsályktunartillaga um að umsóknin sé dregin til baka. Við sem máttum þola samþykkt umsóknar ÁN ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU, Leggjum til að nákvæmlega sé eins að farið í dag,það ee sanngirniskrafa.
Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2013 kl. 03:52
Ég stama stundum svona seint eee.
Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2013 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.