Vigdís svarar fyrir sig, Katrín kveinkar sér

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur um langa hríð mátt sæta gífuryrðum og glósum frá samfylkingarfólki, bæði þingmönnum og óbreyttum liðsmönnum.

Vigdís veit að fenginni reynslu að ef ráðherra Framsóknarflokksins, að ekki sé talað um að væri viðkomandi fjármálaráðherra, ætti maka sem fengi listamannalaun yrði óðara gert veður af því, ekki síst af samfylkingarfólki.

Athugasemd Vigdísar var fyllilega réttmæt og viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur fyrrum fjármálaráðherra staðfesta að samfylkingarfólk veit upp á sig skömmina.


mbl.is „Mér er nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þegar að Samflkingamanneskja er gagnrýnd má kalla það "loftárásir".          Annars ekki?

Í raun er það ótrúlegt að á niðurskurðartímum sé "rétti tíminn" til að stofna nýjan launasjóð fyrir listamenn sem kostar 600 milljónir á ári, N.B verðtryggt, auk þess sem að gert er ráð fyrir því að hann þenjist um 5-7% á ári.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009057.html

Þessu fyrir utan eru "handvalin" söfn sem fá milljónatugi og jafnvel hundruðir.

Rannsóknasjóður tvöfaldast.

951 milljón í "listir" (án frekari skilgreiningar)

144 í ýmsan stuðning og verkefni

Óskar Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 13:10

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Halló. Eins og fram kemur í þessum orðum Katrínar þá var maður hennar búinn að fá listamannalaun í 14 ár áður en þau kynntust og þau hafa lækkað eftir að þau fóru að vera saman. Hvernig í ósköpunum er hægt að finna út úr þessu klíkuskap fyrir það að vera maki ráðherra? Átti að taka af manninum listamannalaunin þegar hann fór að vera með Katrínu?

Þessi orð Vigdísar eru ekkert annað en lágkúrulegt skítkast svo vægt sé til orða tekið. En það kemur reyndar ekki á óvart þegar Vigdís á í hlut.

Sigurður M Grétarsson, 27.6.2013 kl. 14:49

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara einfalt, ef listamaður getur ekki lifað á list sinni á hann að fá sér launavinnu.  Almenningur á ekki að borga þeirra framfærslu.  AРSJÁLFSÖGÐU ÆTTI AÐ LEGGJA LISTAMANNALAUN AF.........

Jóhann Elíasson, 27.6.2013 kl. 14:51

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hjálp óskast.

Hver er þessi Bjarni Bjarnason rithöfundur eiginlega, sem málið virðist snúast um og er hann virkilega búinn aö vera á listamannalaunum í áratugi? Mér sjálfum er t.d. að eigin mati margt til lista lagt, en veit bara ekki alveg í hvaða spotta ég á að toga til að vera með.

Jónatan Karlsson, 27.6.2013 kl. 15:32

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona rétt að benda mönnum á að kynna sér málin áður en þeir rjúka af stað. Það er sérstakar úthlutunarnefndir viðkomandi listgreina sem velja þá sem hljóta styrki. Það er ekki Alþingi. Það er jú nokkrir heiðurslistamenn sem Alþingi velur en þeir eru yfirleitt fullorðnir menn sem hafa skilað okkur gríðarlegum menningarverðmætum. http://www.listamannalaun.is. Þarna má sjá að ráðherra kemur hverg nærri og Vigdís eins og venjulega þjösnast áfram án þess að kynna sér málin. Nú veifa framsóknarmenna að þeir vilji breyta þessu yfir í að styrkja unga efnilega listamenn. Hver á að meta það. Svona jafngáfulegt og krefjast þess að þingmenn afneiti þingfarakaupi og þessi stað verði þeim peningum varið til að styrkja efnilega stjórnmálamenn.  Það væri ágætt að fólk reyndi að lesa sig til um mál áður en þau fara að tjá sig í ræðustól Alþingis eða í blöðum sem Alþingismenn.  Er ekki t.d. búð að sýna fram á að skapandi greinar og listir séu að skila um 200 milljröðum af þjóðarframleiðslunni.  Bjarni bjarnason er margverðlaunaður rithöfundur sem þykir hafa mjög sérstakan stíl oft á tíðum hér má sjá lista yfir verk hans

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2013 kl. 17:08

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kona fyrrum Forsætisráðherra fékk 1.000.000 í stirk.

Títtnefndur Bjarni fékk listamannalaun áður en hann kynntist Katrínu. Við tengslin á hana hefðu slík laun átt að falla niður.

Vil líka benda á lög um þetta frá 2009.

Guðni Karl Harðarson, 27.6.2013 kl. 17:34

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég verð eiginlega að taka undir með þeim sem segja að listamannalaun ætti að leggja af. Hver á að taka um það ákvörðun hverjir fá þessi laun og af hverju getur einn maður fengið listamannalaun í áratugi?

Það má vel hugsa sér, að vel athuguðu máli, að styrkja fólk til ákveðinna verka eða verðlauna fyrir eitthvað ákveðið, en það á ekki að greiða því laun í langan tíma fyrir eitthvað sem margir aðrir eru líka að fást við og jafnvel gera enn betur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.6.2013 kl. 18:26

8 Smámynd: rhansen

Sammála um þessi listamannalaun sem er firra að minu mati  ..og að sjálfögu eiga ekki vera einhver lifstiðar framfærsla !!...en góð uppástunga Önnu Dóru ...veita styrki til einstakra verkefna um stuttann tima samkvæmt þá umsókum og þá lika með tiliti hvert verkið er ..t.d gildi fyrir þjóðina ?

rhansen, 27.6.2013 kl. 18:56

9 Smámynd: Hörður Halldórsson

Jóhann Elíasson, rhansen, Listamannalaun eða ekki listamannalaun eða hvernig þeim er útbýtt var ekki aðalmálið í ofangreindri frétt.Heldur ásakanir Vigdísar á hendur Katrínu þar sem Vigdís  dylgjaði um að Katrín  hefði hyglað bónda sínum. Katrínu var einfaldleg nóg boðið.

Hörður Halldórsson, 27.6.2013 kl. 19:15

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Mikið rétt, Jóhannes. Þar sem leiðir Katrínar og eiginmanns hennar lágu ekki saman fyrr en löngu eftir að hann komst á listamannalaunaskrá, er ekki hægt að klína neinu ósæmilegu á hana í tengslum við það og hefði að mínu viti á engum tíma verið réttlætanlegt, þar sem fólk á ekki að líða fyrir það hverjum það er gift. En hitt er svo skoðunar vert, hvort greiða eigi listamönnum sérstök laun fyrir að vera listamenn -og þá hverjum og hversu lengi?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.6.2013 kl. 20:13

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu mér Hörður og hafðu það rétt eftir,því ekki trúi ég fyrr en heyri (helst upptöku) að Vigdís hafi sagt eða látið að því liggja að Katrín ætti hlut að máli varðandi listamannalaun manns hennar. Það hefur þá verið búið að kasta að henni gífuryrðum og glósum,eins og venjulega.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2013 kl. 22:40

12 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Helga Kristjánsdóttir, ; ummæli Vigdísar eru á bein lína  á DV.is.

Hörður Halldórsson, 27.6.2013 kl. 23:07

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Magnúsi Helga og öðrum þeim sem bera framleiðslu gríðarlegra menningar verðmæta okkar fyrir brjósti get ég glatt með því að viðurkenna að þessi athugasemd mín var "augljóslega" aðeins misheppnuð tilraun mín til að vera fyndinn. Aðra ósk um opinbera framfærslu get ég þó opinberað, en hún er sprottin af þeirri ítrekuðu tilfinningu minni að í æðum mínum renni blátt blóð og stöðu minnar vegna og til að standa straum af tilhlýðilegri og eðlilegri framfærslu hefðarmanns þarfnist ég greinilega þeirra sjálfsögðu mannréttinda að gangast undir einhverskonar "stöðu leiðréttingu" - vonandi án þess þó að það fari líkt og "grínið" fyrir brjóstið á einhverjum.

Jónatan Karlsson, 28.6.2013 kl. 02:55

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Upp taka á DV. þá sem svar við aðdróttunum Katrínar,??? Ég veit hvernig glósur beinlínis kalla á svar í sama. En kryfja betur á morgun.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2013 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband