Fimmtudagur, 27. júní 2013
Grænland og Færeyjar eru nærmarkaðir okkar
Íslenska utanríkisþjónustan ætti að einbeita sér að nærumhverfi okkar, Grænlandi og Færeyjum, auk Noregs og Skotlands/Englands. Vegna legu okkar eru Grænland og Færeyjar nærmarkaðir okkar og lengra í austur og suðaustur eru ríki sem við eigum menningarlega og stjórnmálalega mikla samleið með, þ.e. Noregur og Bretland.
Á árum kalda stríðsins vógu Bandaríkin þungt í utanríkismálum okkar. Snögg breyting varð þar á þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað 2006. Fyrir misskilning, sem Samfylkingin ber mesta ábyrgð á, fór þrek og starf utanríkisþjónustunnar mest í Evrópumál á síðasta kjörtímabili.
Núna er tímabært að taka mið af landfræðilegri legu Íslands annars vegar og hins vegar menningarlegum og pólitískum hefðum landsins þegar áherslur utanríkisþjónustunnar eru mótaðar.
Mikil tækifæri á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.