Miðvikudagur, 26. júní 2013
ESB er tvískipt; evru-svæðið og tíu ríki þar utan
Evrópusambandið telur 27 ríki. Af þeim eru 17 með evru sem gjaldmiðil. Þjóðríki sem ekki búa við evru, t.d. Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland munu ekki taka upp gjaldmiðilinn í fyrirsjáanlegri framtíð.
Til að bjarga evru-samstarfinu, sem nú er að taka nýja dýfu, verður að auka fjármálalega miðstýringu ríkjanna 17. Af sjálfu leiðir að þær tíu þjóðir ESB sem ekki búa við evru munu ekki taka þátt í þeirri miðstýringu.
Forseti þýska sambandsþingsins er að viðurkenna orðinn hlut með því að segja ESB tvískipt.
Telur líklegt að ESB skiptist í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Lammart er farinn að sjá glitta í þetta gegnum mistrið. Hann minntist í kvöld,með þakklæti á sendingar Íslendinga á fiski og lýsi,eftir stríð til Þjóðverja og nefndi að því myndu Þjóðverjar aldrei gleyma. Það er gott að heyra ráðamenn stórríkis fletta upp hugtökum eins og þakklæti og tryggð, það eru þá ekki útdauðar kenndir í þeirra huga. Hér heima eru þær af mörgum ESB. sinnanum eitthvað afdala, púkó,innbyggjaraeðli.
Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2013 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.