Þriðjudagur, 25. júní 2013
Danir óttast Ísland utan ESB
Danmörk er útnári Þýskalands. Danmörk beygir sig undir efnahagslegt og hernaðarlegt vald nágranna sinna í suðri og hefur gert frá miðöldum. Af því leiðir er Danmörk í Evrópusambandinu og fór fyrst Norðurlandaþjóða þangað inn, þegar árið 1973.
Hálfsjálfstæðar nýlendur Dana á Norður-Atlantshafi, Færeyjar og Grænland, láta sér ekki til hugar koma að vera í Evrópusambandinu. Eyþjóðirnar telja hag sínum betur borgið utan meginlandsbandalagsins.
Ísland, sem liggur á milli Færeyja og Grænlands, á vitanlega ekki heima í Evrópusambandinu. Linnulaus umræða í fjögur ár um ESB-umsókn Samfylkingar leiddi skýrt og ákveðið til þeirrar niðurstöðu í kosningunum 27. apríl í vor.
Ótti Dana er að Ísland verði forystuþjóð eyríkja á Norður-Atlantshafi og muni skerða efnahagsleg og menningarleg áhrif Dana á hálfnýlendurnar austan og vestan Íslands.
Danir vilja Ísland í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.