Glæpir Svandísar og Árna Þórs á alþingi

Á föstudag höfðu Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, þingmenn VG, í frammi gífuryrði um brot á tjáningarfrelsi og mannréttindum og vildu að ráðherra yrði kallaður á teppið vegna fundarboðunar sem fór ekki á réttan stað.

RÚV endurvarpaði glæpum Svandísar og Árna Þórs sem fyrstu frétt í kvöldfréttum.

Hér var um hversdagsleg mistök var um að ræða, segir meintur þolandi óhæfuverka Svandísar og Árna Þórs.

Þingmennirnir Svandís og Árni Þór skulda þjóðinni afsökunarbeiðni vegna upphlaupsins.

 


mbl.is Skýringarnar fullkomlega eðlilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RÚV skuldar okkur afsökunarbeiðni líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.6.2013 kl. 21:37

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómerkilegt fólk og glötuð stofnun sem landinn heldur uppi.  Til hvers?

Hrólfur Þ Hraundal, 23.6.2013 kl. 22:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að í fyrstu frétt í hádeginu hjá RUV daginn eftir var viðtal við ráðherrann og þar komu sjónarmið hans og aðstoðarmanns hans vel fram.

Ómar Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 23:10

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli það hafi ekki verið krafa ráðherra,sem hann á fullan rétt á. Leiðrétting daginn eftir vegur ekki þungt,þótt það beri að virða. Allt sem kemur í kvöldfréttatímum á Ruv.og er flutt sem hneyskanlegt athæfi, þegar mesta áhorf er,skilur eftir tortryggni og er örugglega ætlað að gera það,svo mikið er maður farinn að þekkja á þetta ríkisapparat. Langflestir landsmann sem eru jú skikkaðir til að borga og halda þessu uppi,eru orðnir langþreyttir á endalausum,fagmennsku viðmælendum sem vinstraliðið gerir út til að afbaka allt ,,,sem núverandi stjórn gerir,, hafandi unnið SÖGULEGAN stórsigur í nýafstöðnum kosningum. Það læðist að mér grunur um að þeir noti OKKAR fjölmiðil til að þreyta landsmenn til áframhaldandi stuðnings. Það er kominn tími til,Hrólfur að verjast og setja af stað undirskriftalista með kröfu um að selja/leggja niður RÚV.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2013 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband