RÚV í þjónustu Samfylkingar og VG

Fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV í gær var um upphlaup Samfylkingar og VG á alþingi vegna fundar sjávarútvegsráðherra með aðstandendum undirskriftarsöfnunar um veiðigjald. Ritstjórn RÚV metur kjánalega samsæriskenningu stjórnarandstöðunnar sem aðalfrétt dagsins.

Egill Helgason, sem ekki verður sakaður um þjónkun við ríkisstjórnina, segir upphlaupsleikritið klént. Dómgreindarleysi og léleg fagmennska ritstjórnar RÚV blasir við í þessu máli.

RÚV þarf aldrei að gera grein fyrir fréttamati sínu eða standa skil á faglegri ábyrgð. RÚV fer með opinbert vald og telur sig hafið yfir aðhald. Það þarf að breyta því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Vonandi að það se á döfinni sem fyrst að smala Jóhönnu liðinu þar út ...þetta er óliðandi og ekki Rúv Landsmanna sæmandi frettafluttningur ...alla daga ..

rhansen, 22.6.2013 kl. 13:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Verður þetta ekki að teljast hreinn atvinnurógur ? Hér má lesa einn helsta stuðningsmann ritskoðunar á Íslandi að mér sýnist.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2013 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband