Neytendasamtökin og Hagar í bandalagi gegn landbúnaði

Jóhannes Gunnarsson æviráðinn formaður Neytendasamtakanna vitnar í innherjaupplýsingar hjá fákeppnisrisanum Högum um meintar verðhækkanir á landbúnaðarvörum á síðustu árum. Orðrétt segir Jóhannes á vef Neytendasamtakanna

Undirritaður hefur undir höndum yfirlýsingu frá endurskoðanda Haga sem m.a. rekur Bónus og Hagkaupsverslanirnar.

Síðar í sömu ,,frétt" segir Jóhannes

Miðað við það sem hér kemur fram er full ástæða til að samkeppnisyfirvöld skoði sérstaklega það sem gerst hefur á varðandi landbúnaðarvörur. Það er til að mynda full ástæða til að ætla að í krafti aukinnar fákeppni hafi aðilar einfaldlega misnotað aðstöðu sína með mun meiri verðhækkunum en almennt hafa orðið á öðrum vörum. Það er hvorki boðlegt né ásættanlegt að framleiðendur og heildsalar geti í krafti fákeppni og jafnvel einokunar svínað endalaust á neytendum. 

Formaður Neytendasamtakanna hefur ekki áhyggjur af fákeppni á matvörumarkaði þar sem Hagar eru stórveldið. Þvert á móti eru Neytendasamtökin í bandalagi við Haga að grafa undan íslenskum landbúnaði.

Bandalag Neytendasamtakanna og Haga er svo gott sem formlegt með því að formaður Neytendasamtakanna gerir innanhússpappíra Haga að heilögum sannleika um verð á landbúnaðarvörum. 

Jóhannes Gunnarsson ætti að nota aðgengi sitt að bókhaldi Haga og upplýsa neytendur um álagningarprósentu þessa verslunarrisa.

Á meðan Jóhannes er að gramsa í pappírum Haga ætti almenningur að hafa á bakvið eyrað að Hagkaup og Bónus eru í stríði við íslenskan landbúnað. Og haga matarkaupum sínum í samræmi við það.

 


mbl.is Segja svínað á neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki allir í stríði við Haga og einnig við bændur (þeir eru bara önnur sort af fyrirtæki ekki satt). Flest fólk á hægri vænginum kallar það frjálsa samkeppni og takmark hennar er að lágmarka verð til neytenda (og að lágmarka sóun).

Síðast þegar ég leit þá var það afar smár hópur sem krefst hærra matvælaverðs á Íslandi allavegana.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 17:05

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Það má nú ekki gleyma því að Hagar eiga líka Ferskar kjötvörur. Þegar ég hef farið og kíkt á hverjir eru að selja inn kjöt hjá Högum þá eru Ferskar kjötvörur með yfirgnæfandi stöðu - hvernig væri að samkeppniseftirlitið lita á þetta!

Ómar Gíslason, 21.6.2013 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það virðist vera skoðun þjóðrembusinna að landbúnaðurinn hafi fullan rétt til að okra á neytendum. Þeir sem hafa aðra skoðun eru á móti landbúnaði.

Óttalega þröng og klén hugsun.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.6.2013 kl. 17:30

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

EKKERT sjálfsagðra en að skoða þetta

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 17:55

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhannes hefur því miður verið of hallur undir Haga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.6.2013 kl. 17:59

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sá það nýlega haft eftir Finni Árnasyni forstjóra Haga að húsnæðiskostnaður Haga hefði verið 1/3 á móti launakostnaði fyrir nokkrum árum en nú væri þessir liðir jafn háir.Auð vitað borga neytendur þetta.Sést hér vel á ummælum Jóns Inga að Samfylkingin stendur þétt með einokrurum í verslun en framleiðslugreinar meiga fara til fjandans.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.6.2013 kl. 21:59

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ragnar - þetta er bara bull í þér - samf. og vg eru þeir einu sem eru á móti einokun - þeir sóttu jú um esb ekki satt

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 22:25

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sorry - auðvitað ekki þeir einu

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 22:26

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

heimir l. f. segðu okkur - er þessi athugsemd þín bara bull eða hefur þú eitthvað fyrir þessu?

Rafn Guðmundsson, 22.6.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband