Föstudagur, 21. júní 2013
Þorvaldur Gylfa og kommúnistaríkið Ísland
Þorvaldur Gylfason prófessor og frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar dregur í pistli í DV fram líkingu á milli Íslands samtímans og kommúnistaríkja Austur-Evrópu á síðustu öld.
Tilefni samlíkingarinnar er að alþingi ætlar að breyta lögum um veiðigjald á fiski.
Eiginlega er ekkert hægt að segja um málflutning af þessu tagi. Þó þetta: þjóðinni skal þakkað skynsemin sem hún sýndi í þingkosningunum 27. apríl í vor. Þar var Þorvaldur Gylfason veginn og léttvægur fundinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.