Karl Marx býr í Brussel

Vinstrimenn á Evrópuþinginu eru hlynntari Stór-Evrópu en miðju- og hægrimenn. Draumurinn um bandaríki Evrópu lifir góðu lífi meðal þingmanna sem þiggja ofurlaun fyrir að sitja í valdalausu þingi. Kjörnir fulltrúar fólksins mega ekki leggja fram frumvörp að lögum, aðeins framkvæmdastjórnin er með slíka heimild.

Til að bæta sér upp valdleysi hugsa evrópskir vinstrimenn stórt og óska sér Evrópu án þjóðríkja. Vinstrimenn nýta sér verkfæri úr smiðju kapítalista til að gera drauminn að veruleka. Evran, sem er eitt helsta sameiningartákn Evrópusambandsins, býr til nýja öreiga á hverjum degi í Suður-Evrópu. Gjaldmiðillinn  fær lof og prís frá vinstrimönnum, eins og heyra má af málflutningi Samfylkingarinnar.

Stuðningur vinstrimanna við evruna er stuðningur við atvinnuleysi og eymd. Og tilgangurinn helgar meðalið. Fjölgun öreiga rímar við markmiðið um Stór-Evrópu þegar haft er í huga frægasta pólitíska slagorð seinni tíma úr kommúnistaávarpi Marx og Engels: öreigar allra landa sameinist.

 


mbl.is Evrópuþingmenn vilja Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helt að Karl Marx væri dauður og engin þjóð í heiminum færi lengur alfarið eftir hugmyndum hans. En hægri bloggarar lifa enn auðsjáanlega í fortíðinni.  Hef ekki heyrt að vinstir menn þessara þjóða sem eru í ESB séu almennt að mæta í hópum til Brussel að berjast fyrir að ESB verði eitt ríki.  Bara langt í frá. Þetta eru yfirleitt fulltrúar viðskiptalífsins sem eru að berjast fyrir þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.6.2013 kl. 11:34

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég hef aldrei litið á sósíaldemókrata (sem kalla sig sósíalista í S-Evrópu, hér eftir kallaðir kratar) sem vinstriflokka, heldur sem miðju-hægriflokka sem hafa erft Internationalinn sem baráttusöng. Vinstriflokkar eru hins vegar mjög fjölbreytt flóra í evrópskri pólítík alveg eins og hægriflokkar. Flokkar í Evrópu bæði vinstra megin og hægra megin við kratana eru ýmist hlynntir ESB með eða án frekari samruna eða þá á móti ESB og frekari samruna, en af algerlega misjöfnum ástæðum.

Hins vegar er það sem sameinar krata er brennandi ósk eftir miðstýringu, forræðishyggju og skriffinnsku sem þeir réttlæta með alþjóðahyggju. Vandamálið er að þeir mistúlka vísvitandi slagorðið Öreigar allra landa sameinist og sönginn Internationalinn. Mistúlkunin á því fyrra liggur í því að þeir halda að samhugur og samvinna verkalýðsstétta yfir landamæri þurfi endilega að fela í sér ríkjasamband með miðstjórn og mistúlkunin á söngnum að alþjóðasamvinna verði að leiða til ríkjasamruna án landamæra. Þess vegna hata kratar allt sem er þjóðlegt í þeirra eigin landi og saka sífellt þá, sem ekki óska eftir að þjóðeinkenni verði útmáð, um þjóðernishyggju og -rembing, meðan þeir sjálfir þykjast aðhyllast lýðræði.

Austmann,félagasamtök, 15.6.2013 kl. 12:29

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er alveg óhætt að þvo hendur Karls Marx af kratarumpulýðum í heiminum. Krataflokkarnir eru ekta hægriflokkar, samdauna og samtryggðir öðrum hægriflokkum, sem finnast á byggðu bóli. Esb-þráhyggja íslenskra krata er farin að draga keim að geðsýki og flokkast ekki lendur undir pólitík heldur heilbrigðisvandamál.

Og ef einhverjir halda að Karl Marx sé dauður, þá flokkast það undir óskhyggju og/eða grunnfærnislega reginheimsku. Keningar Marx og Engels eiga eftir að dúkka uppá yfirborðið, sprelllifandi og verða vegvísir mannkynsins frá forheimskunarsamfélagi hinnar spilltu og úrkynjuðu íhaldsframsóknarkratíu. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær.

Krötum er fjandans sama um alþjóðahyggju verkafólks, hatast við stéttabáráttu, sóíalisma og kommúnisma, en liggja í faðmlögum við heimskapítalismann og heimsvaldasinna þess. Í því ljósi er ekki að undra þótt þessi auðvirðilegi lýður elski og standi stöðugur með meginundirstöðum heimsvaldakapítalismans: Bandaríkjunum, ESB og NATO.

Í mínum augum þýðir orðið krati, samfélagseyðileggjandi drullusokkur og aumingi.

Jóhannes Ragnarsson, 15.6.2013 kl. 23:51

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rökvilla í þessum pistli sem er hægt að fylgja í efntirfarandi stigum:

1. Fyrst er sagt að vinstri menn séu hlynntari nánari samvinnu Evrópuríkja en hægri og miðmenn.

2. Síðan eins og gleymist allt annað en meintir vinstri menn og þeim smám saman úthúðað á allan hátt fyrir það að vilja samvinnu ríkja.

3. Hægri og miðmenn eru algjörlega horfnir úr myndinni í pistlinum.

Samt sem áður var það þannig, ef marka má þessa könnun, að meirihluti hægri og miðmanna á Evrópuþingi var líka hlyntur nánari samvinnu Evrópuríkja.

Hægri og miðmenn hljóta því að eiga rétt á sömu gusunni og meintir vinstrimenn fá í pistlinum.

Almennt um könnunina, þá er athygliverðast þar varðandi nánari samvinnu, munurinn á milli Miðjarðarhafslanda og nyrstu landa. 9 af hverjum 10 þingmönnum Miðjarðarhafslanda voru fylgjandi nánari samvinnu en 9 af hverjum 10 nurstu landa fremur andvígir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.6.2013 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband