Ruðningsáhrif Gunnars Smára

Borgarstjóraferill Ólafs F. Magnússonar fékk snöggan endi þegar hann réð Gunnar Smára Egilsson sem aðstoðarmann. SÁÁ klofnaði þegar Gunnar Smári var formaður. Prentsmiðja í Bretlandi varð fljótt gjaldþrota eftir yfirtöku Gunnars Smára; Nyhedsavisen í Danmörku fór á kúpuna undir leiðsögn Gunnars Smára.

Gunnar Smári gerði Fréttablaðið að viðskiptapólitísku verkfæri Jóns Ásgeirs frá og með 2002. Síðustu misseri reyndu einhverjir blaðamenn að snúa frá þeirri braut sem hann markaði, - þeir vinna  ekki lengur á ritstjórninni. Fréttablaðsins að snúa Fréttir af endurkomu Gunnars Smára í fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar leiðir til þess að allir sem vettlingi geta valdið stökkva frá borði. Meira að segja forstjórinn.

Jón Ásgeir gerir vitanlega ráð fyrir að Gunnar Smári endurreisi fallandi veldi sitt. Eins og dæmin sanna verður allt að gulli i höndunum á Gunnari Smára. Eða þannig.

mbl.is Ari Edwald vill til LÍÚ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband